Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag Héraðsskjalavarða hafið samstarf um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað áhugavert sem kemur í ljós.
Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag Héraðsskjalavarða hafið samstarf um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað áhugavert sem kemur í ljós.
Tilgangurinn með samstarfinu er að hvetja íþróttafélög og héraðssambönd á Íslandi til að varðveita sögu sína og halda því til haga sem telst verðmætt í sögulegu samhengi. Íþróttahreyfingin og héraðsskjalasöfnin um allt land munu nú taka höndum saman og hvetja bæði forsvarsmenn íþróttafélaga, íþróttahéraða og þá aðila sem hafa unnið í íþróttahreyfingunni að kíkja upp á háaloft eða í kassann í kjallaranum og koma því á réttan stað. Helsta markmiðið með þessu átaki er að gögnin séu skráð á réttan stað og ekki síst geymd á öruggum stað.
Skjalasöfn íþróttafélaganna eru frumheimildir og vitnisburður um starfsemi þeirra, hugsjónir, baráttuna, þrotlausar æfingar til að ná árangri, töp og glæsta sigra, dugnað og elju einstakra einstaklinga við uppbyggingu félaganna, oft í ólaunuðu sjálfboðaliðastarfi. Mikilvægt er að skjalasöfn íþróttafélaganna glatist ekki, heldur séu varðveitt tryggilega og séu aðgengileg á einum stað.
Þá er mikilvægt að við höldum til haga þeim gögnum sem verða til í dag og varðveitum sem skrifað er, því sem myndað er og það sem gert er. Hvaða hugsjónir eru að baki, hvernig eru keppnisferðir fjármagnaðar, hverjir eiga metin og hverjir sitja í stjórnum? Nútíð verður fortíð. Það er mikilvægt er að við glötum ekki sögunni.
Samstarfið hófst með formlegum hætti á blaðamannafundi miðvikudaginn 18. apríl 2012, en þá voru 100 dagar í setningu Ólympíuleikanna í London. Stefnt er að því að átakinu ljúki í janúar 2013 um leið og afmælisári ÍSÍ lýkur.
Nánar má fræðast um verkefnið á heimasíðu Héraðsskjalavarða www.heradsskjalasafn.is
Forsvarsmenn félaga í Mosfellsbæ eru hvattir til að hafa samband við Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar varðandi mögulegar afhendingar.
Á blaðamannafundi er haldinn var um átakið í Borgarskjalasafni Reykjavíkur 18. apríl 2012.
F.v. Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður Árnesinga, Birna Mjöll Sigurðardóttir héraðsskjalavörður Mosfellsbæjar, Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður Reykjavíkur, Ólafur Rafnsson formaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður Kópavogs og Örn Andrésson formaður afmælisnefndar ÍSÍ.
Sjá má á borðinu járn- og trékassann utan um mótabók Ungmennafélaganna Aftureldingar og Drengs.
Með kveðju
Birna Mjöll Sigurðardóttir
Héraðsskjalavörður Mosfellsbæjar