Ökumenn hvattir til að sýna aðgát
Nú eru grunnskólar bæjarins að hefja störf að nýju og fjöldi skólabarna er nú að hefja skólagöngu í fyrsta sinn og því að feta sín fyrstu sín fyrstu skref í umferðinni ein síns liðs. Mosfellsbær beinir þeim tilmælum til ökumanna að fara að öllu með gát og gæta sérstaklega að litlum einstaklingum sem eru að læra á umferðina. Einnig eru sem flestir hvattir til þess að fara fótgangandi í skóla
Mosfellsbær í Útsvar
Leitum eftir snillingum sem hafa áhuga á að taka þátt í spurningaþættinum Útsvar á RÚV í vetur fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Skólasetning grunnskóla Mosfellsbæjar 2012
Grunnskólar Mosfellsbæjar verða settir fimmtudagin 23. ágúst.
Umsóknir í mötuneyti og frístundasel
Vegna undirbúnings á skólaárinu 2012-2013 minnum við foreldra á að sækja verður um áskrift í mötuneyti og frístundasel á hverju hausti í íbúagátt Mosfellsbæjar. Eldri umsóknir gilda ekki. Nýjar umsóknir þurfa að berast fyrir 20.ágúst. Vakin er athygli á að frá og með þessu skólaári er ekki hægt að sækja um færri en 4 tíma á viku í frístundaseli (sjá samþykkt).
Nýtt tímabil frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2012-2013
Frístundaávísanir fyrir veturinn 2012-2013 verða virkar frá 1. september 2012.
31.7.2012: Verkefnislýsing fyrir deiliskipulag í Mosfellsdal
Kynning á verkefnalýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir deiliskipulagsverkefnið Laxnes 1, deiliskipulag akvegar og reiðleiðar.
Í túninu heima 2012 - Vilt þú taka þátt?
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert.
Brosandi bær - Flugtorg
Fimmtudaginn 26. júlí verður haldið Flugtorg á miðbæjartorginu frá kl. 16:00-18:00. Flugklúbbur Mosfellsbæjar kemur með flugvélar og stillir til sýnis á Miðbæjartorginu. Hvetjum Mosfellinga og aðra nærsveitunga til að mæta og gera sér glaðan dag 🙂
Afmælishátíð Mosfellsbæjar 9. ágúst 2012
Í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellbæjar verður haldin afmælishátíð í Bókasafni Mosfellsbæjar og Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna fimmtudaginn 9. ágúst kl. 16:00.
Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2012
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Hvað er Guli hundurinn?
Ef þú sérð hund með gulan borða, gula slaufu, gulan klút eða eitthvað með gulum lit á taumnum, hálsbandinu eða beislinu, þá skaltu gefa honum meira pláss.
Saman í sumar
Fjölskyldusvið Mosfellbæjar minnir á sumarátak SAMAN-hópsins 2012. Sumarátak SAMAN-hópsins 2012 er framhald átaksins árið 2011 þar sem foreldrar eru hvattir til að verja tíma með börnum sínum og unglingum og byggir á myndefni fyrra árs, SAMAN-sólinni. Skilaboðin til foreldra eru eftir sem áður þau að samvera með foreldrum sé besta forvörnin og foreldrar eru því hvattir til að skapa góðar minningar saman.
Brosandi bær - Listatorg
Fimmtudaginn 19. júlí verður haldið Listatorg á torginu í Kjarnanum frá kl. 16:00-18:00. Þar munu hljóma fagrir tónar sýndur dans og lifandi myndastyttur einnig mætir Leiklistaskólinn með söngleik ásamt fleirum. Gestir og gangandi taka þátt í að skapa listaverkið „Brosandi Bær 2012“ sem sýnt verður á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Stórlistamenn í Mosfellsbæ á styrktartónleikum fyrir Viðar Árnason
Fimmtudagskvöldið 19. júlí kl.20:30 verða haldnir styrktartónleikar fyrir Viðar Árnason. Viðar hefur verið bundinn hjólastól frá 25 ára aldri og safnar fyrir handstignu hjóli. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Diddú, Egill Ólafsson, Jónas Þórir, María Ólafs, Felix Bergsson, Mjöll Hólm, Hreindís Ylva og fleiri..
Brosandi bær - Listatorg
Gæsluvöllur opinn í júlí
Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar er starfræktur í júlí mánuði eða frá 2. júlí til 3. ágúst. Opnunartími er frá kl. 9:00 – 12:00 og frá kl. 13:00 -16:00. Leikvöllurinn er bakvið verslunarmiðstöðina Kjarna og er aðkoma frá neðra plani Kjarna. Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða – 6 ára aldurs. Þar gefst börnum tækifæri á að leika sér í öruggu og skemmtilegu umhverfi undir eftirliti starfsfólks.
Formleg opnun í dag
Formleg opnun göngubrúar við Krikahverfi og stofnstígs meðfram Vesturlandsveg verður í dag, fimmtudaginn 28.júní. Athöfnin hefst kl. 15:30 þegar klippt verður á borða vestan brúarinnar. Við athöfnina munu börn úr Krikaskóla syngja. Einnig verður klippt á borða við samgöngustíginn í Hamrahlíðarskógi kl.15:50 þar sem stígurinn endar.
Leikhópurinn Lotta á ferð
Leikhópurinn Lotta sýnir þriðjudaginn 3. júlí kl. 18.00 glænýtt íslenskt leikrit um Stígvélaða köttinn í garðinum við Hlégarð. Þetta er sjötta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi.
Opnun í blíðskaparveðri
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti tvívegis á borða í gær, 28. júní, til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Blíðskaparveður setti mark sitt á klippingarnar sem og söngur barnanna úr Krikaskóla.
Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar
Tilkynning frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar: Kjörstaður vegna forsetakosninganna sem fram fara þann 30. júní 2012 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 9:00 – 22:00. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 30. júní 2012 verður á sama stað.