Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar á rafrænan máta en einnig má senda tilnefningar á mos@mos.is.
Viðurkenningar verða veittar í þremur aðskildum flokkum; fyrir fallegasta húsagarðinn, það fyrirtæki sem skarar framúr í umhverfismálum og fyrir fallegustu götuna.
Íbúar eru hvattir til að tilnefna fyrir 1. ágúst 2012.
Umhverfisnefnd fer yfir innsendar tilnefningar og veitir þeim sem verða fyrir valinu viðurkenningar við sérstaka athöfn í ágúst.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar 2024 afhentar á setningarathöfn bæjarhátíðar
Hátíðardagskrá var í Hlégarði fimmtudaginn 29. ágúst þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 afhentar á bæjarhátíð
Hátíðardagskrá var í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.