Formleg opnun göngubrúar við Krikahverfi og stofnstígs meðfram Vesturlandsveg verður í dag, fimmtudaginn 28.júní. Athöfnin hefst kl. 15:30 þegar klippt verður á borða vestan brúarinnar. Við athöfnina munu börn úr Krikaskóla syngja. Einnig verður klippt á borða við samgöngustíginn í Hamrahlíðarskógi kl.15:50 þar sem stígurinn endar.
Formleg opnun göngubrúar við Krikahverfi og stofnstígs meðfram Vesturlandsveg verður í dag, fimmtudaginn 28.júní. Athöfnin hefst kl. 15:30 þegar klippt verður á borða vestan brúarinnar. Við athöfnina munu börn úr Krikaskóla syngja. Einnig verður klippt á borða við samgöngustíginn í Hamrahlíðarskógi kl.15:50 þar sem stígurinn endar. Að því loknu verður boðið upp á kaffiveitingar við samgöngustíginn í Hamrahlíðarskógi.
Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson mun klippa á borðana með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra.
Göngubrúin er samstarfsverkefni milli Mosfellsbæjar sem annaðist malbikun stíga og ýmsan umhverfisfrágang og Vegagerðarinnar sem sá um smíði brúarinnar. Brúin er 60 m löng með þremur millistöplum og stálstaurum við endana og yfirbygging er eftirspennt steinsteypa
Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi er einnig samstarfsverkefni Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar og greiðir hvor aðili um sig 50% af kostnaði. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar sem er nú verið að taka í notkun er um 1300 m langur samgöngustígur sem nær frá Litlaskógi við Hlíðartún og að Hamrahlíðarskógi.
Fagverk ehf. sá um framkvæmd verksins. Mosfellsbær annaðist umsjón og eftirlit verkefnisins.