Fimmtudaginn 12. júlí næstkomandi verður haldinn útimarkaður á miðbæjartorginu frá kl. 16:00-18:00 í samstarfi við sveitamarkaðinn í Mosskógum. Þar gefst bæjarbúum tækifæri á að selja vörur sínar gestum og gangandi undir ljúfum harmonikkuleik meðan börnin leika sér í hoppukastala sem komið verður fyrir á torginu. Við leitum að
Fimmtudaginn 19. júlí næstkomandi verður haldið Listatorg á miðbæjartorginu frá kl. 16:00-18:00. Þar munu hljóma fagrir tónar, skopmyndateiknari vera á staðnum og sýndur listdans og lifandi myndastyttur einnig mætir Listasmiðjan.
Gestir og gangandi taka þátt í að skapa listaverkið „Brosandi Bær 2012“ sem sýnt verður á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 660-0751 og í netfanginu vidburdir[hjá]yahoo.com
Verkefnastjórn Menningar- og tómstundasviðs.
19. júlí kl. 16:00
Listatorg
Fagrir tónar – Skopmyndateiknari – Listdans – Lifandi myndastyttur – Listasmiðja.
Gestir og gangandi taka þátt í að skapa listaverkið „Brosandi Bær 2012“
sem sýnt verður á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
26. júlí kl. 16:00
Flugtorg
Flugklúbbur Mosfellsbæjar kemur með flugvélar og stillir til sýnis á Miðbæjartorginu. Fróðleiksmolar, kaffi og léttar veitingar í boði.
Með fyrirvara um gott veður. Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Fylgist með á www.mos.is /brosandibaer