Í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellbæjar verður haldin afmælishátíð í Bókasafni Mosfellsbæjar og Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna fimmtudaginn 9. ágúst kl. 16:00.
Hljómsveitin Mojito leikur nokkur lög
Hljómsveitina Mojito skipa þeir Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari og Þórður Högnason kontrabassaleikari. Tónlistin sem þeir leika samanstendur af fjölbreyttri blöndu klassískrar, latin og djass tónlistar.
Hátíðarfundur bæjarstjórnar
Opinn fundur, allir velkomnir.
Opnuð verður myndlistasýningin Fjórir Moskóvítar
Um er að ræða samsýningu fjögurra bæjarlistamanna. Listamennirnir Inga Elín, Steinunn Marteinsdóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir og Sigurður Þórólfsson eiga það sameiginlegt að hafa öll verið valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Í verkum þeirra spinnast saman smágerðir þræðir úr uppistöðu náttúrunnar og formræn fágun efnisins. Hvert um sig þræða þau línur sínar og varpa ljósi yfir hið margbreytta svið tilverunnar.
Söngtríóið Þrjár systur syngja nokkur lög
Þrjár systur skipa söng- og leikkonurnar Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur. Þær slitu allar barnsskónum í Mosfellssveit og síðar bæ, lærðu á trompet af föður sínum Lárusi heitnum Sveinssyni og spiluðu í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í mörg ár. Þórunn er lærður leikari, Dísella er fjölhæf söngkona á framabraut í Metropolitan óperunni í New York, Ingibjörg er lögfræðingur. Saman hafa þær systur komið fram sem tríó með létta, skemmtilega og fjölbreytta dagskrá.
Þrjár systur verða svo í Hlégarði um kvöldið með létta, skemmtilega og fjölbreytta tónleika. Miðaverð 2.000 kr.
Tengt efni
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
35 ára afmæli Mosfellsbæjar
Í dag 9. ágúst 2022 fagnar Mosfellsbær 35 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987.
Í túninu heima 2021 – afmæli Mosfellsbæjar
Engin formleg dagskrá verður á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima.