Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert.
Viltu taka þátt? Viðburði og dagskrárliði sem eiga að vera á hátíðinni þarf að tilkynna sem allra fyrst.
Að þessu sinni verður dagskrá á Miðbæjartoginu á föstudagskvöldið þar sem heimamenn halda uppi fjörinu. Á laugardag verður barnadagskrá á sama stað og fjölskylduskemmtun um kvöldið. Að þessu sinni verður ekki varðeldur í Ullarnesbrekku.
Sjálfboðaliðar í dómnefnd og göngustjórar fyrir hvern lit hafi samband. Göngustjóri raðar upp göngunni á hverjum stað á sinn hátt og setur af stað á föstudagskvöldi.
Markaður með allt milli himins og jarðar verður í Álafosskvosinni laugardag og sunnudag. Áhugasömum um pláss eru veittar nánari upplýsingar gegnum tölvupóst: alafosskvos@gmail.com
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir