Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júlí 2012

Ef þú sérð hund með gul­an borða, gula slaufu, gul­an klút eða eitt­hvað með gul­um lit á taumn­um, háls­band­inu eða beisl­inu, þá skaltu gefa hon­um meira pláss.

Guli lit­ur­inn tákn­ar að hund­ur­inn get­ur ekki ver­ið mjög ná­lægt öðr­um dýr­um og/eða fólki.

En hversu ná­lægt er of ná­lægt? Ein­göngu hund­ur­inn og eig­andi hans vita það. Vin­sam­leg­ast gakktu ekki til hunds­ins eða eig­anda hans.

Það eru marg­ar ástæð­ur fyr­ir því að hund­ur gæti þurft meira svigrúm:

  • Hann gæti ver­ið veik­ur
  • Hann gæti ver­ið í þjálf­un
  • Hann gæti haft slæma reynslu af öðr­um hund­um
  • Hann gæti ver­ið að vinna úr hræðslu

Sýn­um til­lits­semi og gef­um gul­um hund­um stærra svæði eða tíma til þess að færa sig.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00