Ef þú sérð hund með gulan borða, gula slaufu, gulan klút eða eitthvað með gulum lit á taumnum, hálsbandinu eða beislinu, þá skaltu gefa honum meira pláss.
Guli liturinn táknar að hundurinn getur ekki verið mjög nálægt öðrum dýrum og/eða fólki.
En hversu nálægt er of nálægt? Eingöngu hundurinn og eigandi hans vita það. Vinsamlegast gakktu ekki til hundsins eða eiganda hans.
Það eru margar ástæður fyrir því að hundur gæti þurft meira svigrúm:
- Hann gæti verið veikur
- Hann gæti verið í þjálfun
- Hann gæti haft slæma reynslu af öðrum hundum
- Hann gæti verið að vinna úr hræðslu
Sýnum tillitssemi og gefum gulum hundum stærra svæði eða tíma til þess að færa sig.
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi