Skólasetning í Lágafellsskóla fimmtudaginn 23. ágúst
Upplýsingar um mætingu hvers árgangs er að finna á vef skólans.
Nemendur í 1. bekk fara í viðtöl 22. eða 23. ágúst samkvæmt útsendum bréfum og verður skólasetning hjá þeim í hátíðarsal skólans föstudaginn 24. ágúst kl. 8:10
Móttaka nýrra nemanda við skólann (2. – 10. bekkur) verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 11:30 í hátíðarsal skólans.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1. – 10. bekk föstudaginn 24. ágúst og sama dag tekur Frístundasel til starfa.
Skólasetning í Varmárskóla fimmtudaginn 23. ágúst
Upplýsingar um mætingu hvers árgangs er að finna á vef skólans.
Nemendur í 1. bekk fara í viðtöl 22. eða 23. ágúst samkvæmt útsendum bréfum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1. – 10. bekk föstudaginn 24. ágúst og sama dag tekur Frístundasel til starfa.
Móttaka nýrra nemanda við skólann (2. – 10. bekkur) verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13 í anddyrum skólanna.
Vekjum athygli á að umsóknir vegna frístundasels og mötuneyta verða að berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. ágúst nk.
Tengt efni
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ 2022 - 2023
Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Kvíslarskóla fimmtudaginn 23. mars.
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2023-2024
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2023-2024 fer fram á þjónustugátt Mosfellsbæjar.