Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. ágúst 2012

Kynn­ing á verk­efna­lýs­ingu skv. 40. gr. skipu­lagslaga fyr­ir deili­skipu­lags­verk­efn­ið Lax­nes 1, deili­skipu­lag ak­veg­ar og reið­leið­ar.

Laxnes-1_kortMos­fells­bær áform­ar að setja í gang vinnu að deili­skipu­lagi í Mos­fells­dal á svæði sem teyg­ir sig frá og með gatna­mót­um Þing­valla­veg­ar/Helga­dals­veg­ar að Bakkakots­golf­velli. Markmið með deili­skipu­lag­inu er einkum að greiða úr vanda­mál­um sem uppi eru á þessu svæði varð­andi um­ferð bíla og ríð­andi fólks.

Í 40. gr. skipu­lagslaga eru ákvæði um gerð verk­efn­is­lýs­inga fyr­ir skipu­lags­verk­efni, svo­hljóðandi: „Þeg­ar vinna við gerð deili­skipu­lagstil­lögu hefst skal sveit­ar­stjórn taka sam­an lýs­ingu á skipu­lags­verk­efn­inu, þar sem fram kem­ur hvaða áhersl­ur sveitar­stjórn hafi við deili­skipu­lags­gerð­ina og upp­lýs­ing­ar um for­send­ur og fyr­ir­liggj­andi stefnu og fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli, s.s. um kynn­ingu og sam­ráð við skipu­lags­gerð­ina gagn­vart íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um. (…) Leita skal um­sagn­ar um lýs­ing­una hjá Skipu­lags­stofn­un og um­sagnar­að­il­um og kynna fyr­ir al­menn­ingi.“

Verk­efn­is­lýs­ing­in, sem sam­þykkt hef­ur ver­ið í skipu­lags­nefnd og bæjar­stjórn, er hér­með kynnt bæj­ar­bú­um og hags­muna­að­il­um í sam­ræmi við of­an­greind ákvæði skipu­lagslaga.

At­huga­semd­um og ábend­ing­um varð­andi verk­efn­is­lýs­ing­una má koma á fram­færi við und­ir­rit­að­an.

Finn­ur Birg­is­son
skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ
finn­ur[hjá]mos.is

Tengt efni