Frístundaávísanir fyrir veturinn 2012-2013 verða virkar frá 1. september 2012.
Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, árgangar 1995-2006, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000 kr. sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.
Ávísunin gildir í eitt ár í senn, frá 1. september til 31. ágúst ár hvert, fyrir þau börn sem verða 6 ára og 18 ára á árinu, það er að segja börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á íbúagáttinni.
Tengt efni
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Frístundaávísun - úthlutunartímabili að ljúka
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna.
Ný námskeið að hefjast hjá sumarfjöri ÍTOM
Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.