Gleðileg jól 2011
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.
Jólaball Mosfellsbæjar í Hlégarði 27. desember 2011
Hið árlega jólaball Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar og Hlégarðs veður haldið þriðjudaginn 27. desember kl: 17:00 í Hlégarði.
Könnun á tímasetningu Þrettándabrennu Mosfellsbæjar
Undafarin ár hefur Þrettándabrenna Mosfellsbæjar farið fram kl: 20:00 að kvöldi þrettánda dags jóla. Ábendingar hafa borist um að jafnvel myndi henta betur að hafa brennuna kl:18:00. Rík hefð er fyrir þessari brennu hér í bæ og viljum við ekki taka þessa ákvörðun án þess að leyfa bæjarbúum að segja sína skoðun. Hvetjum við bæjarbúa til að gefa sér örstutta stund og gefa sitt atkvæði..
Opnun listsýningar í Listasal Mosfellsbæjar
Í dag verður opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæ kl. 16-18. Sýningin ber titilinn „ Með pensli og paletthníf II“ og er samsýning listamannanna Kristins G. Jóhannssonar og Guðmundar Ármanns Sigurjónsson. Allir hjartanlega velkomnir – Aðgangur ókeypis
Varmárskóli er þátttakandi í Comeniusarverkefninu „Communication is an art“
Dagana 28. nóvember – 2. desember fóru tveir nemendur úr 10. bekk, þau Björn Bjarnarson og Alexandra Líf Benediktsdóttir og tveir kennarar, þær Jóna Dís Bragadóttir og Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir í Comeniusarferð til Malmö í Svíþjóð.
Jólatrjáasala Handknattleiksdeildar Aftureldingar 2011
Handknattleiksdeild Aftureldingar selur jólatré fyrir þessi jól til styrktar meistaraflokki kvenna.
Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna í kvöld
Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett, í daglegu tali Diddú og drengirnir, halda sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju í kvöld, miðvikudaginn 14. desember, kl. 20:30. Efnisskráin er með hefðbundnum hætti, klassískir tónar og jólalög. Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna eru sérstakur tónlistarviðburður
Leikskólabörn á Huldubergi færðu strætó í jólabúning
Börnin á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ fengu óvænta heimsókn í dag, þegar jólasveinar komu til þeirra í strætó og fengu þau til að hjálpa sér að skreyta vagninn að innan.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2011
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er opin í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveg til jóla.
Nýtt skautasvell við efri deild Varmárskóla
Í dag verður opnað skautasvell við efri deild Varmárskóla.
FRÉTTATILKYNNING
AFGANGUR AF REKSTRI MOSFELLSBÆJARAÐHALD OG HAGRÆÐING Í STAÐ NIÐURSKURÐAR
Kenndu mér að segja JÁ
„Kenndu mér að segja JÁ og þá veit ég hvenær ég á að segja NEI“. Miðvikudaginn 30. nóvember er komið að síðasta opna húsinu þetta árið en að þessu sinni verður rætt um kynfræðslu hjá ungu fólki í dag, áhrifavalda og væntingar ungs fólk í upplýsingasamfélaginu. Sérstaklega verður fjallað um áhrif fjölmiðla, kynjaða kynfræðslu og hvernig foreldrar geti styrkt sig í þessari umræðu.
Jólamarkaður í Skálatúni 1. desember 2011
Fimmtudaginn 1. desember verður haldinn árlegur jólamarkaður í Vinnustofum Skálatúns. Opið frá kl. 11:00 – 17:30.
Jólsýning Fimleikadeildar
Jólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin sunnudaginn 4. desember kl. 11. Allir bæjarbúar eru velkomnir að sjá brot af því besta sem fimleikabörnin bjóða upp á. Sýningin er í leiðinni fjáröflun en Fimleikadeildin hóf á síðasta ári umfangsmikla söfnun fyrir fimleikaáhöldum.
Fjölmennt á bókmenntakvöldi Bókasafnsins
Árlegt bókmenntakvöld Bókasafnsins var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld og var það fjölmennt og skemmtilegt.
Jólaljós - árlegir styrktartónleikar
Árlegir styrktartónleikar kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir 20. nóvember kl. 16:00 í Guðríðarkirkju. Að þessu sinni eru tónleikarnir haldnir til styrktar börnum Hönnu Lilju Valsdóttur. Þeir sem koma fram á tónleikunum eru: Jónsi í svörtum fötum – Björg
Viðtalstímar bæjarfulltrúa
Bæjarfulltrúarnir Hafsteinn Pálsson og Jón Jósef Bjarnason verða með viðtalstíma á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, miðvikudaginn 16. nóv. kl. 17:00 – 18:00.
Hestamannafélagið Hörður fékk Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna
Sá frábæri árangur náðist að Hörður fékk Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna sem er æðsta viðurkenning LH fyrir vel rekið æskulýðsstarf í hestamannafélagi.
Bókmenntakvöld Bókasafnsins 16. nóvember 2011
Miðvikudaginn 16. nóvember verður árlegt bókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar.
Nemendur Varmárskóla í úrslit
Listasafn Reykjavíkur efndi til teiknisamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk og á unglingastigi (8., 9. og 10. bekk) og hefur dómnefnd farið yfir innsendar tillögur.