Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. desember 2011

Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir ásamt blás­ara­sex­tett, í dag­legu tali Diddú og dreng­irn­ir, halda sína ár­legu að­ventu­tón­leika í Mos­fells­kirkju mið­viku­dag­inn 14. des­em­ber kl. 20:30.

Efn­is­skrá­in er með hefð­bundn­um hætti, klass­ísk­ir tón­ar og jóla­lög. Að­ventu­tón­leik­ar Diddú­ar og drengj­anna eru sér­stak­ur tón­list­ar­við­burð­ur í menn­ing­ar­lífi Mos­fells­bæj­ar en tón­leik­arn­ir eru nú haldn­ir fjór­tánda árið í röð. Á tón­leik­un­um hafa frá upp­hafi ver­ið frum­flutt­ar umskrift­ir á klass­ísk­um verk­um fyr­ir blás­ara­sex­tett og sópr­an en þetta er ekki al­geng sam­setn­ing hljóð­færa og radd­ar. Marg­ir Mos­fell­ing­ar auk ann­arra hafa ár­visst sótt litlu sveit­ar­kirkj­una í Mos­fells­dal heim af þessu til­efni enda eru tón­leik­arn­ir í Mos­fells­kirkju á jóla­föstu orðn­ir ómiss­andi hluti af und­ir­bún­ingi fyr­ir helgi­hald jóla.

Hljóð­færa­leik­ar­ar eru Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son og Kjart­an Ósk­ars­son, sem leika á klar­in­ett­ur, Emil Frið­finns­son og Þor­kell Jó­els­son sem leika á horn og á fag­ott leika Brjánn Inga­son og Björn Árna­son.

Vin­sam­lega haf­ið sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700 þar sem miða­sala fer fram.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00