Listasafn Reykjavíkur efndi til teiknisamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk og á unglingastigi (8., 9. og 10. bekk) og hefur dómnefnd farið yfir innsendar tillögur.
Í samkeppnina bárust 68 myndverk og voru þrjátíu þeirra valin á sýningu í Hafnarhúsinu sem opnaði um helgina og stendur til ársloka. Fjögur myndverk frá nemendum Varmárskóla voru valin á sýninguna og til gamans má geta þess að þau sendu 5 verk inn.
Markmiðið með samkeppninni er að auka skilning, þekkingu og áhuga almennings og nemenda á teikningu sem listformi. Til keppninnar var efnt í tilefni af þeim fjölbreytilegu sýningum sem nú standa yfir í Listasafninu þar sem teikningin er í forgrunni.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar