Handknattleiksdeild Aftureldingar selur jólatré fyrir þessi jól til styrktar meistaraflokki kvenna.
Mikið uppbyggingarstarf er í gangi innan kvennaboltans í handknattleiksdeild. Til að fjármagna starfið stendur deildin fyrir jólatrjáasölu til styrktar starfinu.
Jólatrjáasalan verður við Háholtið á móts við verslunina Bymos eftirtalda daga:
- 8. des. kl. 17-19
- 9. des. kl. 17-19
- 10. des. kl. 12-16
- 11. des. kl. 12-16
- 15. des. kl. 17-19
- 16. des. kl. 17-19
- 17. des. kl. 12-16
- 18. des. kl. 12-16
Styðjum stelpurnar okkar! Áfram Afturelding!
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.