Handknattleiksdeild Aftureldingar selur jólatré fyrir þessi jól til styrktar meistaraflokki kvenna.
Mikið uppbyggingarstarf er í gangi innan kvennaboltans í handknattleiksdeild. Til að fjármagna starfið stendur deildin fyrir jólatrjáasölu til styrktar starfinu.
Jólatrjáasalan verður við Háholtið á móts við verslunina Bymos eftirtalda daga:
- 8. des. kl. 17-19
- 9. des. kl. 17-19
- 10. des. kl. 12-16
- 11. des. kl. 12-16
- 15. des. kl. 17-19
- 16. des. kl. 17-19
- 17. des. kl. 12-16
- 18. des. kl. 12-16
Styðjum stelpurnar okkar! Áfram Afturelding!
Tengt efni
Foreldrafundur í kvöld
Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.