Sá frábæri árangur náðist að Hörður fékk Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna sem er æðsta viðurkenning LH fyrir vel rekið æskulýðsstarf í hestamannafélagi.
Bikarinn var afhentur á formannafundi Landssambandsins sl. föstudag. Í fréttatilkynningu frá LH segir:
„Í ár var Æskulýðsbikar LH veittur hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Starf þeirra var með miklum sóma, nýbreytni í bland við gamla og góða viðburði. Það var Arnar Jónsson Aspar fulltrúi æskulýðsnefndar Harðar ásamt Guðjóni Magnússyni formanni félagsins sem veittu bikarnum viðtöku og hlutu mikið klapp fyrir sitt góða starf.“
Frá vinstri: Haraldur Þórarinsson formaður LH, Helga B. Helgadóttir formaður æsk. LH, Arnar Jónsson Aspar formaður æskulýðsnefndar Harðar og Guðjón Magnússon formaður Harðar.
Tengt efni
Hestamannafélagið Hörður býður heim sunnudaginn 1. maí 2016
Dagur íslenska hestsins verður haldinn hátíðlegur um allan heim 1. maí.
Hestamannafélagið Hörður hlýtur Múrbrjótinn 2013
Þann 3. desember á alþjóðadegi fatlaðra veitti Þroskahjálp þremur aðilum Múrbrjót, sem veittur er í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks.
Glæsileg sýning hjá Hestamannafélaginu Herði
Hestamannafélagið Hörður stóð fyrir glæsilegri sýningu í reiðhöll sinni að Varmárbökkum í Mosfellsbæ föstudaginn 21. mars.