Sá frábæri árangur náðist að Hörður fékk Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna sem er æðsta viðurkenning LH fyrir vel rekið æskulýðsstarf í hestamannafélagi.
Bikarinn var afhentur á formannafundi Landssambandsins sl. föstudag. Í fréttatilkynningu frá LH segir:
„Í ár var Æskulýðsbikar LH veittur hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Starf þeirra var með miklum sóma, nýbreytni í bland við gamla og góða viðburði. Það var Arnar Jónsson Aspar fulltrúi æskulýðsnefndar Harðar ásamt Guðjóni Magnússyni formanni félagsins sem veittu bikarnum viðtöku og hlutu mikið klapp fyrir sitt góða starf.“
Frá vinstri: Haraldur Þórarinsson formaður LH, Helga B. Helgadóttir formaður æsk. LH, Arnar Jónsson Aspar formaður æskulýðsnefndar Harðar og Guðjón Magnússon formaður Harðar.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Hestamenn bjóða heim 1. maí 2018
Opið hús á degi íslenska hestsins – Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00.
Reynir Örn Pálmason - Hestaíþróttamaður Harðar 2017
Reynir hefur verið í hestum alla tíð og unnið við greinina í fjölda ára.