Árlegt bókmenntakvöld Bókasafnsins var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld og var það fjölmennt og skemmtilegt.
Húsið var opnað kl. 19:30. Tríó Reynis Sigurðssonar lék ljúf lög eftir Oddgeir Kristjánsson á meðan fólk streymdi inn.
Kl. 20:00 hófst dagskrá með ávarpi Mörtu Hildar forstöðumanns en síðan lásu höfundarnir úr bókum sínum. Á eftir voru umræður og spurningar úr sal. Metaðsókn var að þessu sinni eða um 200 manns.
Höfundarnir voru Ármann Jakobsson, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir, en Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum.
Tengt efni
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð eftir tveggja ára hlé
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið þriðjudaginn 22. nóvember, eftir tveggja ára hlé sökum Covid-19 heimsfaraldursins.
Gleðilegt sumar!
Breyting hefur verið gerð á reglum um sóttvarnir á söfnum. Nú hafa söfn heimild til að taka á móti helmingi af hámarksfjölda gesta.