Miðvikudaginn 16. nóvember verður árlegt bókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar.
Boðið er upp á fjölbreytt og veglegt bókmenntahlaðborð að vanda. Fimm frábærir rithöfundar mæta með glænýjar bækur sínar, þau Ármann Jakobsson, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir.
Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum líkt og undanfarin ár.
Tríó Reynis Sigurðssonar leikur lög eftir Oddgeir Kristjánsson frá kl. 19:30 og þar til bókmenntadagskráin hefst kl. 20:00. Tríóið skipa Reynir Sigurðsson á víbrafón, Jón Páll Bjarnason á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa.
Kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins.
Öll velkomin og aðgangur ókeypis.
Dagskrá lýkur kl. 22:00.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.