AFGANGUR AF REKSTRI MOSFELLSBÆJAR
AÐHALD OG HAGRÆÐING Í STAÐ NIÐURSKURÐAR
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 hefur verið lögð fram í bæjarráði og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 7. desember. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
5. desember 2011
AFGANGUR AF REKSTRI MOSFELLSBÆJAR
AÐHALD OG HAGRÆÐING Í STAÐ NIÐURSKURÐAR
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 hefur verið lögð fram í bæjarráði og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 7. desember. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðurinnar sem nemur 64 mkr. Veltufé frá rekstri verður 644 mkr sem er 10,9% af tekjum sem þýðir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka. Eiginfjárhlutfall veður um 29%.
Megináherslur í fjárhagsáætlun 2012 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar. Grunntónninn í áætlunni er aðhald og hagræðing en ekki niðurskurður.
Segja má að botninum sé náð. Árin eftir bankahrun hafa verið sveitarfélögum erfið rekstrarlega og hefur Mosfellbær ekki farið varhluta af því. Bærinn hefur hins vegar búið við það að hafa staðið traustum fótum í aðdraganda hrunsins og var því svigrúm fyrir því að reka bæjarsjóð tímabundið með halla. Fjárhagsáætlun ársins 2012 gerir ráð fyrir því að afgangur verði af rekstrinum á árinu.
Við áætlun útsvars er gert ráð fyrir að útsvarstekjur munu hækka í takt við almennar launahækkanir og um 2% fjölgun íbúa milli ára. Því er gert ráð fyrir að útsvarið nemi um 3.224 mkr. á árinu, sem er hækkun um 221 milljónir milli ára. Á móti hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið.
Í aðdraganda fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár leitaði Mosfellsbær til íbúa eftir leiðum til hagræðingar. Haldinn var sérstakur íbúafundur þar sem bæjarbúar voru spurðir tveggja spurninga. Annars vegar hvar það teldi að mætti hagræða og hins vegar hvar ekki mætti hagræða. Fjárhagsáætlun ársins 2011 byggði meðal annars á áherslum íbúa sem fram kom hjá íbúum á fundinum. Til þeirra er einnig horft í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og má segja á nú sé um að ræða aðhald í stað niðurskurðar.
Áfram verður haldið að byggja upp sveitarfélagið og á árinu 2012 er gert ráð fyrir að tveimur stórum framkvæmdum á árinu, bygging hjúkrunarheimilis sem þegar er hafin og framhaldskóla í samvinnu við ríkisvaldið.
Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2012 eru eftirfarandi:
- Að afgangur sé af rekstri bæjarins og veltufé frá rekstri verði jákvætt um meira en
10% af tekjum. - Að útsvarprósenta verði óbreytt og álagningarhlutföll fasteignagjalda íbúarhúsnæðis
einnig. - Að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki.
- Að álagningarhlutfall fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði hækki til samræmis við það
sem er í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. - Að leikskólagjöld séu endurskoðuð til að mæta hækkun verðlags og aukins
kostnaðar, en hlutdeild foreldra í kostnaði við leikskólaplásssé áfram undir 25%. - Að tekjutengja afslætti af leikskólagjöldum.
- Að haldið verið áfram með sparnaði og hagræðingu í rekstri m.a. með hagræðingu í
yfirstjórn og stjórnun almennt, sem og í eignaliðum og rekstri fasteigna. - Að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar og
að byggingu hjúkrunarheimilis að Hlaðhömrum verði að mestu lokið á árinu.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í síma 862 0012
Sjá nánar: www.mos.is
Fjárhagsáætlun 2012 má nálgast á http://mos.is/stjornsysla/fjarmal/fjarhagsaaetlun