„Kenndu mér að segja JÁ og þá veit ég hvenær ég á að segja NEI“. Miðvikudaginn 30. nóvember er komið að síðasta opna húsinu þetta árið en að þessu sinni verður rætt um kynfræðslu hjá ungu fólki í dag, áhrifavalda og væntingar ungs fólk í upplýsingasamfélaginu. Sérstaklega verður fjallað um áhrif fjölmiðla, kynjaða kynfræðslu og hvernig foreldrar geti styrkt sig í þessari umræðu.
„Kenndu mér að segja NEI og þá veit ég hvenær ég á að segja JÁ“ Miðvikudaginn 30. nóvember er komið að síðasta opna húsinu þetta árið en að þessu sinni verður rætt um kynfræðslu hjá ungu fólki í dag, áhrifavalda og væntingar ungs fólk í upplýsingasamfélaginu.
Sérstaklega verður fjallað um áhrif fjölmiðla, kynjaða kynfræðslu og hvernig foreldrar geti styrkt sig í þessari umræðu. Fyrirlesari er Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur en hún er með Mastersgráðu í kynja- og kynlífsfræðum. Hún hefur unnið með unglingum fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur til fjölda ára og hefur verið að vinna að málefnum er varða kynlíf og kynhegðan unglinga. Opna húsið er haldið í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20 og lýkur kl. 21. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sjá auglýsingu..Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu hafa verið í gangi í 8 ár, alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 – 21.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar