Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Börn­in á leik­skól­an­um Huldu­bergi í Mos­fells­bæ fengu óvænta heim­sókn í dag, þeg­ar jóla­svein­ar komu til þeirra í strætó og fengu þau til að hjálpa sér að skreyta vagn­inn að inn­an.

Spenn­an var mik­il með­al barn­anna þeg­ar vagn­inn renndi í hlað og há­marki náði jóla­stemmn­ing­in þeg­ar þeim var boð­ið í stutt­an leið­ang­ur um hverf­ið með strætó, þar sem að sjálf­sögðu voru sung­in jóla­lög. Það verð­ur sem sagt jóla­legt í um­ferð­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu næstu vik­urn­ar, því stræt­is­vagn­ar Strætó bs. munu skarta lit­rík­um jóla­mynd­um að utan og inn­an. Lista­menn­irn­ir eru ung­ir og upp­renn­andi, leik­skóla­börn hvaðanæva að af höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Með þessu verk­efni vill Strætó leggja sitt af mörk­um til að færa sitt nán­asta um­hverfi í há­tíð­ar­bún­ing um leið og ung­við­ið er hvatt til að virkja sköp­un­ar­gleð­ina.

Verk­efn­ið hófst í byrj­un nóv­em­ber, þeg­ar bréf var sent til allra leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og leik­skóla­kenn­ar­ar hvatt­ir til fá eldri börn­in, 4 – 6 ára, til að teikna jóla­mynd­ir til að skreyta stræt­is­vagn­ana á að­ventu og jól­um. Und­ir­tekt­ir voru afar góð­ar og alls bár­ust 1642 mynd­ir frá 60 leik­skól­um. Valin var af handa­hófi ein mynd frá hverj­um leik­skóla og þær sett­ar sam­an til að prýða vagn­ana að utan. Jafn­framt eru mynd­irn­ar að­gengi­leg­ar á vef Strætó.

Fleiri leik­skól­ar fá strætó­heim­sókn á næst­unni, einn úr hverju sveit­ar­fé­lagi sem stend­ur að Strætó bs., en þeir voru dregn­ir út úr hópi þeirra sem sendu inn teikn­ing­ar. Börn­un­um þar verð­ur sömu­leið­is boð­ið að skreyta vagn að inn­an og fara svo í strætó­ferð.

„Það skort­ir ekk­ert á hug­mynda­flug­ið hjá börn­un­um, eins og sjá má af þess­um líf­legu og skemmti­legu mynd­um. Ég á von á því að þetta uppá­tæki gleðji strætóf­ar­þega og aðra veg­far­end­ur og komi þeim í há­tíð­ar­skap,“ seg­ir Reyn­ir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00