Fimmtudaginn 1. desember verður haldinn árlegur jólamarkaður í Vinnustofum Skálatúns. Opið frá kl. 11:00 – 17:30.
Mikið úrval af glæsilegum handverksvörum sem margar hverjar eru einstakar og til í takmörkuðu upplagi. Boðið verður upp á fjölbreytt úrval af glervöru, nytjavöru, skrautmunum o.fl.
Allir hjartanlega velkomnir til að versla jólagjafir á sanngjörnu verði eða bara til að heimsækja Vinnustofu Skálatúns og fá sér heitt kakó og upplifa skemmtilega jólastemningu.
Markaðurinn verður haldinn í gróðurhúsi sem er til hliðar við Vinnustofurnar.