Dagana 28. nóvember – 2. desember fóru tveir nemendur úr 10. bekk, þau Björn Bjarnarson og Alexandra Líf Benediktsdóttir og tveir kennarar, þær Jóna Dís Bragadóttir og Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir í Comeniusarferð til Malmö í Svíþjóð.
Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í verkefninu „Communication is an art“ en skólinn fékk styrkt til að taka þátt í þessu tveggja ára verkefni. Sjö lönd taka þátt en þau eru Tyrkland, Ítalía, Spánn, Pólland, Þýskaland, Svíþjóð og Ísland.
Í Malmö hittust fulltrúar frá öllum löndunum, nemendur og kennarar og unnið var með leiki og leiklist. Nemendur Varmárskóla stóðu sig frábærlega og var sérstaklega rætt um það hversu góðir fulltrúar þau væru.
Þetta er fjórða ferðin sem farin er en næsta ferð verður í apríl og þá verður farið til Þýskalands. Í maí kemur hópurinn síðan til Íslands. Alls eru þetta um 70 manns, kennarar og nemendur.
Tengt efni
Fræðsla um starfsemi bæjarins fyrir 5. bekk Varmárskóla
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.