Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. desember 2011

Dag­ana 28. nóv­em­ber – 2. des­em­ber fóru tveir nem­end­ur úr 10. bekk, þau Björn Bjarn­ar­son og Al­ex­andra Líf Bene­dikts­dótt­ir og tveir kenn­ar­ar, þær Jóna Dís Braga­dótt­ir og Guð­laug Ósk Gunn­ars­dótt­ir í Comenius­ar­ferð til Malmö í Sví­þjóð.

Til­gang­ur ferð­ar­inn­ar var að taka þátt í verk­efn­inu „Comm­unicati­on is an art“ en skól­inn fékk styrkt til að taka þátt í þessu tveggja ára verk­efni. Sjö lönd taka þátt en þau eru Tyrk­land, Ítal­ía, Spánn, Pól­land, Þýska­land, Sví­þjóð og Ís­land.

Í Malmö hitt­ust full­trú­ar frá öll­um lönd­un­um, nem­end­ur og kenn­ar­ar og unn­ið var með leiki og leik­list. Nem­end­ur Varmár­skóla stóðu sig frá­bær­lega og var sér­stak­lega rætt um það hversu góð­ir full­trú­ar þau væru.

Þetta er fjórða ferð­in sem farin er en næsta ferð verð­ur í apríl og þá verð­ur far­ið til Þýskalands. Í maí kem­ur hóp­ur­inn síð­an til Ís­lands. Alls eru þetta um 70 manns, kenn­ar­ar og nem­end­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00