Jazztónleikar 23. júní í Listasal Mosfellsbæjar - Sandström/Gunnarsson duo
Hin sænsk-íslenska hljómsveit Sandström/Gunnarsson duo mun halda tónleika í Listasal Mosfellsbæjar þann 23. júní kl. 20:00.
Hlaupurunum fagnað á Miðbæjartorgi
Leik- og grunnskólabörn í Mosfellsbæ tóku vel á móti hlaupurunum, sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum, þegar þeir komu inn í Mosfellsbæ.
Dagmæður buðu í grill
Blásið var til grillveislu í gær í tilefni af góða veðrinu.
Hátíðarhöld 17. júní 2011
Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda.
Meðan fæturnir bera mig - móttaka á Miðbæjartorgi kl. 12:45
Fjórmenningarnir sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum ljúka hringnum í dag.
Opnun í Listasal Mosfellsbæjar í dag - Ó! Sjúka líf. Týnda líf
Fimmtudaginn 16. júní kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistakonunnar Melkorku Huldudóttir „Ó! Sjúka líf. Týnda líf.“ í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin dregur upp myndir af ástandi milli svefns og vöku, martröðum og draumum.
Músmos útitónleikar á laugardaginn
Útitónleikar á Álafossi laugardaginn 11.júní kl. 15.00 til 20.00. Fram koma: Legend, Vintage Caravan, Moy, Gummester, Elín Ey, Sleeps like an Angry Bear, Rökkurró, Murrk og Trust the lies. Lex gaines verður á staðnum. Aðgangur er ókeypis.
Álafosshlaupið 2011 á Hvítasunnudag
Á Hvítasunnudag fer fram hið sögufræga víðavangshlaup frá Álafosskvos.
7 tinda hlaupið fer fram 11. júní 2011
Erfiðasta utanvegahlaup landsins, 7 tinda hlaupið, verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 11. júní 2011.
Sumarhátíð
Á föstudaginn næsta þann 10. júní ætlum við að gera okkur glaðan dag og hafa sumarhátíð á leikskólanum í samvinnu við leikskólann Hlíð. Lagt verður á stað í skrúðgöngu kl 10:00 frá leikskólanum.
Opið hús í dag um hættumat vegna ofanflóða
Hættumatsnefnd Mosfellsbæjar boðar hér með til kynningar á tillögu að hættumati vegna ofanflóða fyrir Mosfellsbæ i dag kl. 16-19.
Kvennahlaupið að Varmá á morgun, laugardag
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram að Varmá laugardaginn 4. júní kl. 11.00. Þemað í ár var „Hreyfing allt lífið“. Hlaupið hófst kl. 11:00 á íþróttavellinum að Varmá. Skráning hófst kl 10:00 á staðnum en forsala bola hófst í Lágafellslaug.
Skóflustunga að hjúkrunarheimili tekin í dag
Föstudaginn 3. júní, var tekin fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ. Alls verða 30 hjúkrunarrými í byggingunni sem verður 2250 fermetrar að stærð á tveimur hæðum.
Silfur Egils - sögusýning um Mosfellsdal á víkingaöld
Í Kjarnanum í Þverholti hefur verið sett upp sögusýningin Silfur Egils sem fjallar um Mosfellsdal á víkingaöld og dvöl Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal. Sýningin samanstendur af spjöldum með ljósmyndum af sviðsettum atriðum úr Egils sögu. Sýningin hefur þegar verið sett upp í Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Stefnumótunarfundur heilsuklasa í kvöld 31. maí 2011
Hvað getur heilsuklasinn gert fyrir mig – Hvað get ég gert fyrir heilsuklasann?
7 tinda hlaupið 2011
7 tinda hlaupið verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 11. júní 2011.
Djassvor á Bókasafninu
Djasshljómsveit Reynis Sigurðssonar var með djasskvöld í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 24. maí.
Mosfellsbær hlaut tvær tilnefningar til Foreldraverðlauna 2011
Mosfellsbær hlaut tvær tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla sem afhent voru í sextánda sinn í gær.
Gleðistund á Bókasafni Mosfellsbæjar
Þriðjudaginn 24. maí kl. 20:30 verður haldin gleðistund á Bókasafni Mosfellsbæjar.
Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu vöktuð
Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast frá gosinu í Grímsvötnum aðfararnótt 23. maí. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við verklag sem viðhaft var í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli.