Erfiðasta utanvegahlaup landsins, 7 tinda hlaupið, verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 11. júní 2011.
Hlaupið hefst kl 10:00 við Íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ.
Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Ummæli um 7 tinda hlaupið 2010 á hlaup.is:
- Geðveik hlaupaleið, frábært umhverfi og hrikalega erfitt hlaup. Eitt erfiðasta utanvegahlaup landsins.
- Frábært hlaup þótt erfitt sé.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.