Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram að Varmá laugardaginn 4. júní kl. 11.00. Þemað í ár var „Hreyfing allt lífið“. Hlaupið hófst kl. 11:00 á íþróttavellinum að Varmá. Skráning hófst kl 10:00 á staðnum en forsala bola hófst í Lágafellslaug.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram að Varmá laugardaginn 4. júní kl. 11.00. Þemað í ár var „Hreyfing allt lífið“. Hlaupið hófst kl. 11:00 á íþróttavellinum að Varmá. Skráning hófst kl 10:00 á staðnum en forsala bola hófst í Lágafellslaug.
Boðið var upp á andlitsmálningu fyrir börnin frá kl. 10 og hófst upphitun fyrir hlaupið stundvíslega kl. 10.45.
Í boði var 3, 5 og 7 km. Þátttökugjald var kr 1250 og fengu allir þátttakendur bol og verðlaunapening. Að auki fengu langömmur rós.
Léttar teygjur voru að loknu hlaupi og tilvalið var að skella sér frítt í Varmárlaug að hlaupi loknu. Næg bílastæði voru við Hlégarð, Brúarland og við Íþróttamiðstöðina að Varmá
Hægt er að kynna sér hlaupaleiðirnar á www.mos.is/kvennahlaup og www.sjova.is.