Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda. Hún hefst með guðþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:00 á miðbæjartorgi. Þaðan verður síðan farið í skrúðgöngu að Hlégarði en þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi.
Um kvöldið verða síðan útitónleikar við Hlégarð og fjölskyldudansleikur á miðbæjartorgi. Flugklúbburinn verður með opið hús á Tungubakkaflugvelli.
Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eftir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bílastæði, svo sem við Kjarna eða Varmá.