Hin sænsk-íslenska hljómsveit Sandström/Gunnarsson duo mun halda tónleika í Listasal Mosfellsbæjar þann 23. júní kl. 20:00.
Dúettinn er skipaður sænska gítarleikaranum Viktor Sandström og íslenska kontrabassaleikaranum Leifi Gunnarssyni frá Selfossi
Dúóið var stofnað í jazz höfuðborg norðursins Kaupmannahöfn, þar sem Leifur og Viktor búa eins og er. Eftir að hafa þekkst í stuttan tíma fengu þeir þá hugmynd að sameina ástríðu sína fyrir jazz í rótum sinna heimalanda. Útkoman eru þjóðlegir jazztónar sem svíkja engan.
Einstök stund í Listasal Mosfellsbæjar. Miðar seldir við innganginn, verð 1.500 kr.
Allri velkomnir!
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar