Hlaupið hefst kl 10:00 við Íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Ath. breyting frá fyrra ári.
Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Leiðin verður merkt með skærlitum flöggum og spreyi á göngustígum.
Hlaupnar verða þrjár vegalengdir:
- 7 tinda hlaup 37 km
- 5 tinda hlaup 34 km
- 3 tinda hlaup 19 km
Gjaldið fyrir 7 tinda hlaup er 5.000 kr, fyrir 5 tinda hlaup er gjaldið 4.000 kr og fyrir 3 tinda hlaup er gjaldið 3.000 kr.
Takmarkaður þátttökufjöldi og skráningu lýkur í kl. 22:00 föstudaginn 10. júní. Hægt verður að skrá sig á staðnum milli kl. 8 og 9.
Verðlaun fyrir 3 fyrstu sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.