Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. maí 2011

    Hvað get­ur heilsuklas­inn gert fyr­ir mig – Hvað get ég gert fyr­ir heilsuklas­ann?

    Þess­um spurn­ing­um og mörg­um fleiri er ætl­un­in að svara á stefnu­mót­un­ar­fundi um Heilsuklasa Mos­fells­bæj­ar sem hald­inn verð­ur þriðju­dag­inn 31. maí kl. 20:00 í Krika­skóla.

    Mark­mið­ið með fund­in­um er að móta stefnu fyr­ir klas­ann.  Afar mik­il­vægt er að sem flest­ir mæti á fund­inn því nauð­syn­legt er að fá inn á fund­inn sem flest­ar radd­ir svo tryggja megi að öll sjón­ar­mið líti dags­ins ljós.  All­ir áhuga­menn um klas­ann, bæði þeg­ar skráð­ir hlut­haf­ar og að­r­ir, sem vilja legja hon­um lið eða kynn­ast hon­um eru vel­komn­ir á fund­inn.

    Nú stend­ur yfir sam­keppni um nafn á heilsuklas­an­um og lýk­ur henni ein­mitt þetta kvöld, 31. maí.  Veg­leg­ir, heilsu­tengd­ir vinn­ing­ar eru í boði fyr­ir besta nafn­ið.  Senda má til­lögu á fram­kvæmda­stjóra klas­ans, Sig­ríði Dögg Auð­uns­dótt­ir, sigridur­dogg@mos.is, eða skila henni á fund­in­um.

    Það er stjórn heilsuklas­ans mik­il­vægt vega­nesti í þró­un og upp­bygg­ingu heilsu­tengdr­ar þjón­ustu í Mos­fells­bæ, sem er meg­in­hlut­verk klas­ans, að sem flest­ir taki þátt í stefnu­mót­un­ar­fund­in­um. Því fer stjórn­in þess á leit við þig að þú mæt­ir og og leggi þess­ari vinnu lið.

    Fund­in­um stýr­ir Sæv­ar Krist­ins­son, rekstr­ar­ráð­gjafi hjá Net­spor, sem tek­ið hef­ur þátt í und­ir­bún­ingi að stofn­un klas­ans.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00