Þessum spurningum og mörgum fleiri er ætlunin að svara á stefnumótunarfundi um Heilsuklasa Mosfellsbæjar sem haldinn verður þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00 í Krikaskóla.
Markmiðið með fundinum er að móta stefnu fyrir klasann. Afar mikilvægt er að sem flestir mæti á fundinn því nauðsynlegt er að fá inn á fundinn sem flestar raddir svo tryggja megi að öll sjónarmið líti dagsins ljós. Allir áhugamenn um klasann, bæði þegar skráðir hluthafar og aðrir, sem vilja legja honum lið eða kynnast honum eru velkomnir á fundinn.
Nú stendur yfir samkeppni um nafn á heilsuklasanum og lýkur henni einmitt þetta kvöld, 31. maí. Veglegir, heilsutengdir vinningar eru í boði fyrir besta nafnið. Senda má tillögu á framkvæmdastjóra klasans, Sigríði Dögg Auðunsdóttir, sigridurdogg@mos.is, eða skila henni á fundinum.
Það er stjórn heilsuklasans mikilvægt veganesti í þróun og uppbyggingu heilsutengdrar þjónustu í Mosfellsbæ, sem er meginhlutverk klasans, að sem flestir taki þátt í stefnumótunarfundinum. Því fer stjórnin þess á leit við þig að þú mætir og og leggi þessari vinnu lið.
Fundinum stýrir Sævar Kristinsson, rekstrarráðgjafi hjá Netspor, sem tekið hefur þátt í undirbúningi að stofnun klasans.