Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. júní 2011

Leik- og grunn­skóla­börn í Mos­fells­bæ tóku vel á móti hlaup­ur­un­um, sem hlaup­ið hafa hring­inn í kring­um land­ið til styrkt­ar krabba­meins­sjúk­um börn­um, þeg­ar þeir komu inn í Mos­fells­bæ.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri af­henti þeim áheita­bréf upp á 100.000 krón­ur og bæj­ar­full­trú­ar færðu hjón­un­um hvorn sinn blóm­vönd­inn með 15 rós­um úr Mos­fells­dal, eina rós fyr­ir hvern dag sem þau eru búin að hlaupa. Hóp­ur hlaup­ara úr Mos­fells­bæ tók á móti þeim við Esjuræt­ur og hyggst hlaupa með þeim á leið­ar­enda.

Hlaup­ar­arn­ir eru tvenn hjón, Signý Gunn­ars­dótt­ir, Sveinn Bene­dikt Rögn­valds­son, Alma María Rögn­valds­dótt­ir og Guð­mund­ur Guðna­son. Í janú­ar 2010 greind­ist þriggja ára son­ur Sveins og Sig­nýj­ar með hvít­blæði og hef­ur hann geng­ið í gegn­um strembna lyfja­með­ferð. Eft­ir mar­gra mán­aða raun­ir er hann kom­inn á beinu braut­ina og er nú í töflu­með­ferð þar til haust­ið 2012. Hann er frísk­leg­ur í dag og varla hægt að merkja á hon­um að hann hafi geng­ið í gegn­um gríð­ar­lega þraut­ar­göngu.

Í ág­úst 2010 tóku Sveinn og Signý, Alma María syst­ir Sveins og Guð­mund­ur mað­ur henn­ar ákvörð­un um að hlaupa hring­inn í kring­um land­ið fyr­ir Styrk­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna og fá þann­ig tæki­færi á að skila til baka til fé­lags sem hef­ur reynst ómet­an­leg­ur stuðn­ing­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00