Fimmtudaginn 16. júní kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistakonunnar Melkorku Huldudóttir „Ó! Sjúka líf. Týnda líf.“ í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin dregur upp myndir af ástandi milli svefns og vöku, martröðum og draumum.
Fimmtudaginn 16. júní kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistakonunnar Melkorku Huldudóttir „Ó! Sjúka líf. Týnda líf.“ í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin dregur upp myndir af ástandi milli svefns og vöku, martröðum og draumum. Melkorka útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002. Hún notar alla mögulega miðla í listsköpun sinni og vinnur mikið undir áhrifum kvikmynda.
Sýningin stendur til 8. júlí 2011
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis