Í Kjarnanum í Þverholti hefur verið sett upp sögusýningin Silfur Egils sem fjallar um Mosfellsdal á víkingaöld og dvöl Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal. Sýningin samanstendur af spjöldum með ljósmyndum af sviðsettum atriðum úr Egils sögu. Sýningin hefur þegar verið sett upp í Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Í Kjarnanum í Þverholti hefur verið sett upp sögusýningin Silfur Egils sem fjallar um Mosfellsdal á víkingaöld og dvöl Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal.
Sýningin samanstendur af spjöldum með ljósmyndum af sviðsettum atriðum úr Egils sögu. Sýningin hefur þegar verið sett upp í Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Höfundar sýningarinnar eru Brynjar Ágústsson, Elín Reynisdóttir, Ólafur J. Engilbertsson og Jesse Byock sem hefur verið í forsvari fornleifarannsókna að Hrísbrú.
Mosfellsbær stendur að sýningunni í samstarfi við Sögumiðlun, Víkingaminjar og Fornleifarannsóknina á Hrísbrú.