Mosfellsbær hlaut tvær tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla sem afhent voru í sextánda sinn í gær.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin. Annars vegar hlaut foreldravika Lágafellsskóla tilnefningu og hins vegar Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Vinaverkefnið í Skagafirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2011. Verkefnið er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla í Skagafirði, frístundadeildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, íþróttahreyfingarinnar og foreldra í Skagafirði.
45 tilnefningar bárust að þessu sinni til verðlaunanna og voru 42 verkefni tilnefnd.
Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt ein hvatningarverðlaun og dugnaðarforkaverðlaun:
Hvatningarverðlaun 2011 hlaut Foreldrafélagið Örkin hans Nóa, leikskólanum Nóaborg, fyrir framúrskarandi gott foreldrasamstarf.
Dugnaðarforkaverðlaun 2011 voru veitt til Þórólfs Sigjónssonar og Guðnýjar Vésteinsdóttur, foreldra barna í Hallormsstaðaskóla, fyrir sjálfboðaliðastarf á tímum fjárskorts, og öfluga og virka þátttöku foreldra í skólastarfinu.
Mosfellsbær óskar Lágafellsskóla, Skólaskrifstofu og foreldrum í Mosfellsbæ til hamingju tilnefningarnar.