Vel heppnaðir tónleikar
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar voru haldnir í Guðríðarkirkju sl. mánudagskvöld. Kirkjan var þétt skipuð áheyrendum og góður rómur gerður af hljóðfæraleika barnanna.
Viðbragðsáætlanir sveitarfélaga virkjaðar vegna eldgoss
Mosfellsbær hefur í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við ákvarðanir Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Úr sveit til sjávar - Frá Gljúfrasteini að Gróttu
Á sumardaginn fyrsta verður í fimmta sinn boðið uppá að hlaupa, hjóla eða skauta frá Gljúfrasteini að Gróttu. Úr sveit til sjávar.
Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla
Hægt verður að sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar hér á mos.is frá og með deginum í dag. Slóðin á umsóknirnar er: www.mos.is/lifaoglaera/vinnuskolinn
Sparnaður með Strætó
Strætó bs. býður nú 33% lengri gildistíma á tímabilskortum sem keypt eru á vef Strætó og mun gera það næsta hálfa árið eða fram til 15. október nk.
Flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu
Á sumardaginn fyrsta verður haldinn flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu kl. 14-17. Til sölu verða ýmsir gamlir dýrgripir úr sögu leikfélagsins, bæði búningar og leikmunir. Verði verður mjög stillt í hóf og leyfilegt að prútta. Einnig verður pokamarkaður þar sem hægt verður að kaupa troðfullan poka af fötum á aðeins 500 krónur.
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2010
Nú er búið að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Úrslit um nýjan framhaldsskóla tilkynnt í dag
Mosfellsbær og menntamálaráðuneytið tilkynna í dag um úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar. Alls bárust 40 tillögur í samkeppnina. Úrslitin verða kynnt í Hlégarði í dag kl. 15 og eru allir velkomnir.
Menningarvika leikskólanna 13. - 16. apríl 2010
Þessa vikuna stendur yfir árleg menningarvika leikskólanna og er búið að setja upp þessa fínu myndlistarsýningu á Torginu í Kjarna.
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar 19. apríl 2010
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi mándudaginn 19. apríl n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Vorið í tali og tónum á Bókasafninu
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. apríl kl. 20:00 – 21:00 býður Bókasafn Mosfellsbæjar upp á dagskrána Vorið í tali og tónum í tilefni Menningarvors í Mosfellsbæ.
Frumsýning hjá Leikfélagi Mosfellssveitar
Nú er æfingum að ljúka á vordagskrá Leikfélagsins. Um er að ræða ellefu einþáttunga sem félagsmenn sjálfir hafa skrifað. Efni leikritanna er fjölbreytt og spannar allt frá léttu gríni til djúpra meininga. Samnefnari einþáttunganna er að þeir glefsa í áhorfandann og skilja oftar en ekki spurningar frekar en svör.
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn 7. apríl 2010
Ungmennaráð Mosfellsbæjar hélt í fyrsta skipti fund með bæjarstjórn síðastliðinn miðvikudag og lagði fyrir bæjarfulltrúa ýmsar spurningar sem brenna á ungmennum bæjarins.
Nemendasýning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar
Á sumardaginn fyrsta verður opnuð myndlistarsýning í Hraunhúsum í Mosfellsbæ. Það eru nemendur í hópum fullorðinna í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar sem sýna verk sín. Myndlistarskóli Mosfellsbæjar fagnaði 10 ára afmæli sínu á síðasta ári og á þeim áratug, sem hann hefur starfað, hafa fjölmargir stundað þar myndlistarnám bæði börn og fullorðnir. Skólastjórinn, Ásdís Sigurþórsdóttir, kennir barna- og unglingahópum en hún hefur einstakt lag á að ná til unga fólksins og virkja áhuga þess og sköpunargleði.
Lágafellsskóli í úrslit í Skólahreysti 2010
Fulltrúar Lágafellsskóla náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslitakeppni í Skólahreysti í ár og munu keppa í Laugardalshöll þann 20. apríl.
Mosfellsbær iðar af skáklífi um páskana
Íslandsmótið í skák hefst í Íþróttamiðstöðinni í Lágafelli í Mosfellsbæ í dag.
Gjöf til leik- og grunnskóla
Hætt við gjaldtöku fyrir garðúrgang
Á stjórnarfundi SORPU í gær var ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Einnig var ákveðið að leita leiða til lækkunar kostnaðar við rekstur endurvinnslustöðvanna og að íbúum höfuðborgarsvæðisins kynntar aðferðir til að draga úr umfangi garðaúrgangs.
Breyttur afgreiðslutími um páskana
Lokað verður á Bókasafni og í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 3. apríl.
Framsækin nýjung í skólastarfi á Íslandi
Fyrsti skólinn fyrir eins árs til níu ára börn – starfar allan daginn allt árið um kring. Mosfellsbær tekur í dag í notkun nýjan skóla, Krikaskóla, sem verður skóli fyrir eins árs til níu ára börn.