Á sumardaginn fyrsta verður í fimmta sinn boðið uppá að hlaupa, hjóla eða skauta frá Gljúfrasteini að Gróttu. Úr sveit til sjávar.
Farið er eftir göngu- og hjólreiðastígum höfuðborgarinnar. Leiðin er tæpir 40 km. Þetta er uppbyggjandi og skemmtileg leið til að byrja sumarið. Lagt verður af stað kl. 13:00 frá Gljúfrasteini og gert er ráð fyrir að dvelja í Elliðaárdal frá 14:30 til 15:00. Áætlað er að allir verði komnir að Fræðasetri í Gróttu kl. 17:00.
Hægt er að bætast í hópinn á leiðinni og sýna lífskraftinn í verki eftir vetur sem í senn hefur verið langur og mildur.
Ekkert þátttökugjald.