Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. apríl 2010

Á sum­ar­dag­inn fyrsta verð­ur í fimmta sinn boð­ið uppá að hlaupa, hjóla eða skauta frá Gljúfra­steini að Gróttu. Úr sveit til sjáv­ar.

Far­ið er eft­ir göngu- og hjól­reiða­stíg­um höf­uð­borg­ar­inn­ar. Leið­in er tæp­ir 40 km. Þetta er upp­byggj­andi og skemmti­leg leið til að byrja sum­ar­ið. Lagt verð­ur af stað kl. 13:00 frá Gljúfra­steini og gert er ráð fyr­ir að dvelja í Ell­iða­ár­dal frá 14:30 til 15:00. Áætlað er að all­ir verði komn­ir að Fræða­setri í Gróttu kl. 17:00.

Hægt er að bæt­ast í hóp­inn á leið­inni og sýna lífs­kraft­inn í verki eft­ir vet­ur sem í senn hef­ur ver­ið lang­ur og mild­ur.

Ekk­ert þátt­töku­gjald.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00