Fulltrúar Lágafellsskóla náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslitakeppni í Skólahreysti í ár og munu keppa í Laugardalshöll þann 20. apríl.
Úrslitakeppnin verður sýnd á RÚV og óskar Mosfellsbær Lágafellsskóla góðs gengis.
Aðrir skólar sem komust í úrslit eru: Grunnskólinn Hellu, Ölduselsskóli, Austurbæjarskóli, Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli, Giljaskóli, Grunnskóli Ísafjarðar, Varmalandsskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli Reykjanesbæ og Lækjarskóli.
Keppt verður í fjórum riðlum í apríl og verður sýnt frá keppninni á RÚV alla þriðjudaga í apríl kl. 20. Lokaúrslit fara fram í beinni útsendingu þann 29. apríl. Lágafellsskóli mætir Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Kjalarnesi, Hafnarfirði og Suðurnesjum þann 20. apríl.
Tengt efni
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Helgafellsskóla 27. mars 2025
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Sjálfboðaliði ársins 2024