Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. apríl 2010

Mos­fells­bær hef­ur í var­úð­ar­skyni virkjað við­bragðs­áætlan­ir sín­ar í sam­ræmi við ákvarð­an­ir Al­manna­varn­ar­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Þó að hverf­andi lík­ur séu á að öskufall verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að mati Veð­ur­stofu Ís­lands. Er það gert til að tryggja við­eig­andi vökt­un og und­ir­bún­ing í ljósi eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli. Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur fylg­ist náið með loft­gæð­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir öll sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og send­ir frá sér við­var­an­ir og leið­bein­ing­ar ef ástæða þyk­ir til.

Al­manna­varn­ir hafa gef­ið út fræðslu­efni til íbúa um við­brögð við ösku­falli.

Við­bragð­steymi Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur­borg­ar fylg­ist með loft­gæð­um í borg­inni all­an sól­ar­hring­inn í gegn­um þrjár mæli­stöðv­ar og send­ir upp­lýs­ing­ar á tengi­liði í sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Að mati Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins er ekki ástæða til sér­stakra var­úð­ar­ráð­staf­ana vegna hugs­an­legs ösku­falls á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á þess­ari stundu. Enn­frem­ur fylg­ist Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is vel með vatns­ból­um.

Tryggt verð­ur að all­ar starf­sein­ing­ar Mos­fells­bæj­ar fái ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við hugs­an­legt öskufall í sveit­ar­fé­lag­inu.  Sér­stak­lega er fylgst með gangi mála í skól­um og leik­skól­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Íbú­ar eru hvatt­ir til fylgjast vel með frétt­um og kynna sér upp­lýs­ing­ar og leið­bein­ing­ar á vef Al­manna­varna og á vef land­læknisembætt­is­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00