Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. apríl 2010

Strætó bs. býð­ur nú 33% lengri gild­is­tíma á tíma­bil­skort­um sem keypt eru á vef Strætó og mun gera það næsta hálfa árið eða fram til 15. októ­ber nk.

Þann­ig munu 30 daga kort sem keypt eru á vefn­um á þessu tíma­bili gilda í 40 daga, 90 daga kort í 120 daga og 9 mán­aða kort í 12 mán­uði. Til­boð­ið gild­ir á gjald­svæði 1, þ.e. höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þetta er fyrst og fremst gert til þess að fá fleiri til að nota strætó reglu­lega og koma til móts við þá sem nú leita leiða til að draga sam­an út­gjöld heim­il­is­ins. Um leið er þetta hvatn­ing til not­enda strætó um að nýta vef Strætó til að kaupa kort, leita sér upp­lýs­inga um leiða­kerf­ið, áætlun vagn­anna o.s.frv.

Sá sem ferð­ast með strætó í stað einka­bíls til og frá vinnu eða skóla (10 km) fimm daga vik­unn­ar allt árið um kring get­ur þann­ig sparað sér enn hærri fjár­hæð en áður með notk­un strætó, eða um 150 þús. krón­ur á ári sé bor­inn sam­an kostn­að­ur ann­ars veg­ar við hvern ek­inn km  einka­bíls skv. út­reikn­ing­um FÍB og hins veg­ar við 9 mán­aða kort Strætó keypt á net­inu fyr­ir 15. októ­ber. Þessi sparn­að­ur marg­faldast ef not­and­inn nýt­ir tæki­fær­ið og sel­ur einka­bíl­inn.

„Við finn­um fyr­ir aukn­um áhuga hjá al­menn­ingi á að nýta sér strætó, því sam­kvæmt taln­ing­um fyrstu þrjá mán­uði árs­ins hef­ur far­þeg­um í strætó fjölgað um­tals­vert mið­að við sama tíma í fyrra. Við finn­um einn­ig að marg­ar fjöl­skyld­ur hyggjast leggja ein­um bíl auk þess sem fjöl­marg­ir vinnu­stað­ir hafa markað sér þá um­hverf­is­stefnu að bjóða starfs­fólki sínu upp á nið­ur­greidd­ar og vist­væn­ar al­menn­ings­sam­göng­ur í stað þess að leggja dýr­mætt land und­ir bíla­stæði. Með til­boð­inu um 33% lengri gild­is­tíma korta vilj­um við koma til móts við fólk, auð­velda því að stíga þessi skref og hvetja til auk­inn­ar notk­un­ar á al­menn­ings­sam­göng­um,“ seg­ir Reyn­ir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs.

„Hafi fólk ver­ið hik­andi við að stíga skref­ið til fulls ger­ir þetta ákvörð­un­ina enn auð­veld­ari. Um leið má geta þess að gjaldskrá Strætó bs. hef­ur ekki hækkað í rúm þrjú ár, eða síð­an 1. janú­ar 2007, og því hafa far­gjöld­in í raun lækkað jafnt og þétt að raun­virði á þessu mikla verð­bólgu­skeiði. Strætófar­gjöld hér á landi eru nú ódýr­ari en far­gjöld í þeim lönd­um sem við mið­um okk­ur jafn­an við,“ seg­ir Jór­unn Frí­manns­dótt­ir, formað­ur stjórn­ar Strætó bs.

Á vef Strætó er ein­falt að kaupa kort og leita upp­lýs­inga um leiða­kerfi og áætlun Strætó.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00