Guðrún Sigursteinsdóttir sérkennsluráðgjafi og fyrrum leiksskólastjóri Birkibæjar við Reykjalund í Mosfellsbæ hefur búið til og hannað málörvunar- og lestrarspil. Spilið er sérstaklega ætlað börnum sem eru að byrja að læra að lesa og börnum sem eiga í erfiðleikum með að tengja hljóð við staf.
Vegna tengsla sinna við Mosfellsbæ og hlýhugar til skóla bæjarins færði Guðrún leik- og grunnskólunum í Mosfellsbæ spilið að gjöf á síðasta fræðslunefndarfundi. Um er að ræða góða viðbót við annað málörvunarefni sem skólarnir búa yfir.
Skólastjórnendur tóku á móti gjöfinni og þakkaði Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Guðrúnu kærlega fyrir höfðinglega gjöf.
Spilið er til sölu hjá Barnasmiðjunni og rennur allur ágóði af sölu þess til styrktar Bernskunni Íslandsdeild OMEP.