Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar voru haldnir í Guðríðarkirkju sl. mánudagskvöld. Kirkjan var þétt skipuð áheyrendum og góður rómur gerður af hljóðfæraleika barnanna.
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar voru haldnir í Guðríðarkirkju sl. mánudagskvöld. Kirkjan var þétt skipuð áheyrendum og góður rómur gerður af hljóðfæraleika barnanna. Fram komu A, B, og C sveitir hljómsveitarinnar, alls 100 hljóðfæraleikarar. Kirkjan er mjög góð fyrir tónleika sem þessa og öll aðstaða og aðbúnaður mjög góður.
Næsta verkefni hljómsveitarinnar er ferð A og B sveitar á landsmót SÍSL í Vestmannaeyjum 6. – 9. maí n.k.