Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. apríl 2010

    Nemendasýning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar Á sum­ar­dag­inn fyrsta verð­ur opn­uð mynd­list­ar­sýn­ing í Hraun­hús­um í Mos­fells­bæ. Það eru nem­end­ur í hóp­um full­orð­inna í Mynd­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar sem sýna verk sín. Mynd­list­ar­skóli Mos­fells­bæj­ar fagn­aði 10 ára af­mæli sínu á síð­asta ári og á þeim ára­t­ug, sem hann hef­ur starfað, hafa fjöl­marg­ir stundað þar mynd­list­ar­nám bæði börn og full­orðn­ir. Skóla­stjór­inn, Ás­dís Sig­ur­þórs­dótt­ir, kenn­ir barna- og ung­linga­hóp­um en hún hef­ur ein­stakt lag á að ná til unga fólks­ins og virkja áhuga þess og sköp­un­ar­gleði.

    Nemendasýning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar Hóp­ar full­orð­inna eru fimm, bæði byrj­end­ur og lengra komn­ir. Þeim kenna mynd­list­ar­menn­irn­ir Anna Gunn­laugs­dótt­ir, Soffía Sæ­munds­dótt­ir og Þuríð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir.

    Nem­end­ur í byrj­enda­hóp­um fást við grund­vall­ar­at­riði eins og lita- og form­fræði með teng­ingu í lista­sög­una í formi fyr­ir­lestra og lengra komn­ir læra notk­un olíulita og íblönd­un­ar­efna og fást við marg­vís­leg verk­efni.

    Mark­mið­ið er að nem­end­urn­ir geti þró­að hug­mynd og út­fært í mál­verk en einn­ig þroskað með sér sjálf­stæði í vinnu­brögð­um. Þá er einn­ig lögð áhersla á að nem­end­ur öðl­ist meiri skiln­ing og þekk­ingu til að njóta mynd­list­ar. Nem­end­ur eru í þeim til­gangi hvatt­ir til að fara á mynd­list­ar­sýn­ing­ar og segja frá þeim og upp­lif­un sinni í hópn­um.

    Á sýn­ing­unni í Hraun­hús­um munu all­ir nem­end­ur í hóp­um full­orð­inna eiga verk sem valin verða til sýn­ing­ar­inn­ar af kenn­ur­um skól­ans. Verkin verða valin þann­ig að þau gefi góða hug­mynd um þau fjöl­breyttu við­fangs­efni sem nem­end­ur hafa ver­ið að spreyta sig á.

    Sýn­ing­in verð­ur opn­uð á sum­ar­dag­inn fyrsta, 22. apríl kl. 16 og verð­ur opin til og með sunnu­dags­ins 2. maí.
    Opið er frá kl. 11-17 nema á fimmtu­dög­um þá er opið til kl. 22. Lokað er á mánu­dög­um.

    Sunnu­dag­inn 25. apríl kl:15 munu kenn­ar­arn­ir þær Anna Gunn­laugs­dótt­ir, Soffía Sæ­munds­dótt­ir og Þuríð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir verða með leið­sögn um sýn­ing­una.

    Hraun­hús er frum­kvöðla- og sprota­hús að Völu­teig 6 í Mos­fells­bæ en þar er einn­ig rekin hönn­un­ar­verslun og kaffi­hús.

    Helg­ina 24.–25. apríl verð­ur þar einn­ig hand­verks­mark­að­ur.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar um nem­enda­sýn­ingu Mynd­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar veit­ir Ás­dís Sig­ur­þórs­dótt­ir, skóla­stjóri, í síma 663 5160. 

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00