Mál númer 202206736
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 lagður fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1607. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1607
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna viðbótarframlags til Strætó bs. Heildaráhrif viðaukans eru þau að handbært fé lækkar um kr. 19.126.630 og rekstrarniðurstaða lækkar um kr. 19.126.630.
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 lagður fram til samþykktar.
Fundarhlé hófst kl. 16:58. Fundur hófst aftur kl. 17:05.
Afgreiðsla 1591. fundar bæjarráðs samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. ágúst 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1591
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Heildaráhrif viðaukans eru þau að handbært fé lækkar um kr. 139.053.030, rekstrarniðurstaða lækkar um kr. 37.000.000 og fjárfestingar aukast um kr. 126.000.000.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs til málaflokks fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1586. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs til málaflokks fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra, kynnti áhrif enduráætlunar Jöfnunarsjóðs á framlögum til málaflokks fatlaðs fólks á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Kynnt útkomuspá ársins 2023 vegna fjárfestinga og rekstrar.
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1584
Kynnt útkomuspá ársins 2023 vegna fjárfestinga og rekstrar.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir útkomuspá ársins 2023 vegna fjárfestinga og rekstrar.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1581
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026. Heildaráhrif viðaukans eru þau að handbært fé eykst um 65,5 m.kr., rekstrarniðurstaða hækkar um 148,5 m.kr. og fjárfestingar hækka um 83 m.kr.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Tillaga D lista um að frístundaávísanir til barna og ungmenna og eldri borgara verði hækkaðar til samræmis við vísitölu og hækkandi gjaldskrár. Tillögunni var vísað til bæjarráðs af bæjarstjórn varðandi mat á kostnaði.
Afgreiðsla 1562. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1562
Tillaga D lista um að frístundaávísanir til barna og ungmenna og eldri borgara verði hækkaðar til samræmis við vísitölu og hækkandi gjaldskrár. Tillögunni var vísað til bæjarráðs af bæjarstjórn varðandi mat á kostnaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hækka frístundaávísanir frá 1. ágúst 2023 með eftirfarandi hætti. Frístundaávísun fyrir fyrsta og annað barn verði kr. 57.000 og kr. 65.500 fyrir þrjú börn eða fleiri. Þá verði frístundaávísun eldri borga kr. 11.000.
Fjármálastjóra er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna breytingarinnar.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði fagna því að tillaga flokksins um hækkanir á frístundaávísunum á árinu 2023, sem lögð var fram í umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023, hafi verið samþykkt. - 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 9. nóvember lögð fram.
Afgreiðsla 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Lagt er til að fjármagnsliðir fjárhagsáætlunar 2023-2026 verði reiknaðir upp miðað við nýja spá Hagstofu um þróun vísitölu neysluverðs.
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir umhverfismál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar
Afgreiðsla 232. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Gjaldskrár ársins 2023 lagðar fram. Jafnframt er yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda og uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Gjaldskrár ársins 2023 lagðar fram. Jafnframt er yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda og uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Kynning á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 er varðar málefni aldraðra.
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 - síðari umræða.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hún yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2023 til 2026.
-------------------------------------------------------------
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 19.080 m.kr.
Gjöld: 16.744 m.kr.
Afskriftir: 598 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 1.337 m.kr.
Tekjuskattur: 28 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 374 m.kr.
Eignir í árslok: 29.742 m.kr.
Eigið fé í árslok: 6.932 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 2.326 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2023 eru eftirfarandi:Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,195% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,090% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,310% af fasteignamati lóðar
Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,090% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar
Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,520% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,090% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar
-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 2. mars.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2023.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ, framfærslugrunnur
Reglur um tekjuviðmið vegna viðbótarniðurgreiðslu leikskólagjalda
-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.01.2023 voru samþykktar:
Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá í frístundaselum grunnskólaGjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá mötuneytis í grunnskólum
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fráveitugjald
Gjaldskrá rotþróargjald
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrár vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit 2023
Gjaldskrá fyrir hundahald 2023Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.08.2023 voru samþykktar:
Gjaldskrá bleyjugjalds í leikskólum
Gjaldskrá Listaskóla - tónlistardeild
Gjaldskrá Listaskóla - skólahljómsveit
Gjaldskrá viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá frístundasels fyrir fötluð börn og ungmenna
***
Umræða fór fram um níu breytingartillögur D lista sem lagðar voru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar auk þess sem ein ný tillaga var lögð fram á fundinum. Gengið var til atkvæða um breytingatillögurnar:
1. Tillaga um að útsvar verði óbreytt og ekki hækkað upp í löglegt hámark 14,52 %.Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2. Tillaga um að fasteignagjöld verði lækkuð svo þau hækki ekki umfram vísitölu.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fimm atkvæðum D og L lista.
3. Tillaga um að farið verði í framkvæmdir við þjónustubygginguna að Varmá strax í byrjun næsta árs í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
4. Tillaga um að hafnar verði strax framkvæmdir við leikskólann í Helgafellslandi í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir og leitað verði annarra leiða til að leysa vöntun á leikskólaplássum þangað til nýr leikskóli verður tilbúinn.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Tillaga að FabLab smiðja verði sett á stofn í Mosfellsbæ árið 2023 í samræmi við tillögur sem fulltrúar í D lista í bæjarráði lögðu fram og vísað var til nýrrar Nýsköpunar- og atvinnunefndar.
Málsmeðferðartillaga um að tillögunni verði vísað til atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt með 11 atkvæðum.
6. Tillaga um að fjármagni verði varið í breytingar á sviðinu í Hlégarði.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
7. Tillaga um að vegna mikils álags og anna við yfirstandandi og fyrirhugaða uppbyggingu í Mosfellsbæ verði bætt við stöðugildi á umhverfissviði Mosfellsbæjar til að hægt sé afgreiða þau verkefni sem sviðinu berast innan eðlilegs tímaramma.
Málsmeðferðartillaga um frávísun þar sem gert sé ráð fyrir fjölgun stöðugilda í fjárhagsáætlun við síðari umræðu samþykkt með 10 atkvæðum. Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D lista, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
8. Tillaga um að lagt verði raunsætt mat á tekjur vegna byggingarréttargjalda og lóðaúthlutunar í Mosfellsbæ á árinu 2023.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
9. Tillaga um að viðhaldskostnað í áætlun ársins 2023 verði endurskoðuð til lækkunar eins og til dæmis við Kvíslarskóla.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
10. Tillaga um að frístundaávísanir til barna og ungmenna og eldri borgara verði hækkaðar til samræmis við vísitölu og hækkandi gjaldskrár.
Málsmeðferðartillaga um að tillögunni verði vísað til afgreiðslu bæjarráðs til að unnt sé að leggja mat á kostnað við ákvörðunina var samþykkt með 11 atkvæðum.
***
Forseti þakkaði starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2023-2026 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun B, S og C lista:
Fjárhagsáætlun ársins 2023 er fyrsta fjárhagsáætlun nýs meirihluta í Mosfellsbæ. Í þessari áætlun er lögð áhersla á eflingu grunnþjónustu og áframhaldandi uppbyggingu innviða.Í núverandi efnahagsumhverfi sem einkennist af óvissu, háum vöxtum og mikilli verðbólgu er mikilvægt að sýna ábyrga fjármálastjórn og gæta aðhalds í rekstri bæjarfélagsins. Með þessar áherslur að leiðarljósi er ánægjulegt að í Mosfellsbæ verði engu að síður mögulegt að styrkja grunnþjónustu sveitarfélagsins svo sem skólaþjónustu og velferðarsvið en fjármagn til velferðarþjónustu hækkar um hálfan milljarð milli ára. Þá verður stöðugildum fjölgað á umhverfissviði til þess að gera því kleift að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er fyrirhuguð í sveitarfélaginu.
Lögð er fram mjög metnaðarfull fjárfestingaráætlun með skýra sýn um uppbyggingu til framtíðar. Má þar nefna framkvæmdir á fyrirhuguðu athafnasvæði á Blikastöðum, gatnagerð í Helgafellslandi og Hamraborginni, allt verkefni sem munu skila framtíðartekjum til bæjarfélagsins og skapa ný atvinnutækifæri í Mosfellsbæ. Þá gerir áætlunin ráð fyrir 1,5 milljarði í ný og endurbætt skólahúsnæði og skólalóðir auk þess sem hálfur milljarður er settur í langþráðar endurbætur á Varmárvöllum og uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 374 m.kr. afgangi á næsta ári. Þá verður veltufé frá rekstri jákvætt um 2.103 m.kr. eða 11% af heildartekjum. Skuldaviðmiðið mun lækka í 94% af tekjum í árslok sem er vel undir mörkum sveitarstjórnarlaga.
Gjaldskrár munu hækka hóflega eða í samræmi við verðlag en álagningarprósentur fasteignagjalda lækka bæði á atvinnu- og íbúðahúsnæði.Við þökkum bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessari fjárhagsáætlun. Nú sem endranær hafa kjörnir fulltrúar treyst á þekkingu og reynslu þeirra sem að vinnunni koma og við erum þakklát fyrir þeirra framlag.
***
Bókun D lista:
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagsmálum og ljóst að nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur við góðu búi. Mjög margt af því sem tilgreint er í fjárhagsáætlun fyrir 2023 er áframhaldandi vinna á góðum verkum fyrri meirihluta fyrir utan boðaðar stórfelldar skattahækkanir sem eru alfarið í boði nýs meirihluta.Í Mosfellsbæ hefur verið rekin ábyrg og fagleg fjármálastjórn undanfarin mörg ár og bæjarfulltrúar D-lista styðja ávallt ábyrga fjármálastjórnun.
Megin áherslumunur okkar og meirihlutans varðandi þessa fjárhagsáætlun eru vanáætlaðar tekjur af byggingarétti og lóðaúthlutun. Þessi vanáætlun gerir það að verkum að skattar og álögur verða stórhækkaðar á íbúa á þessum tímum verðbólgu, auk mikilla hækkana á allri þjónustu sveitarfélagsins.
Einnig má nefna áherslumun varðandi framkvæmdir og erum við ósammála varðandi frestanir á mjög mikilvægum uppbyggingarverkefnum, svo sem byggingu leikskóla í Helgafellshverfi og nauðsynlegrar uppbyggingar á íþróttasvæðinu að Varmá. Þessar frestanir koma sér illa bæði fyrir fjölskyldur sem þurfa leikskólapláss og fyrir það mikilvæga starf íþrótta og lýðheilsu sem fram fer að Varmá. Auk þess má áætla að þessar frestanir hækki kostnað við framkvæmdir ef og þegar af þeim verður.
Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram tillögur við þessa fjárhagsáætlun um að halda áfram með þessi verkefni auk annarra tillagna en þær voru felldar af meirihlutanum. Af þessum ástæðum gátu fulltrúar D-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar ekki greitt atkvæði með þessari fjárhagsáætlun og sátu því hjá við afgreiðslu hennar.
Að lokum þakka bæjarfulltrúar D-lista öllu starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.
***
Bókun L lista:
Mosfellsbær er stækkandi sveitarfélag með mörg krefjandi verkefni á sinni könnu. Ráðdeild og skynsemi í fjármálum bæjarins skiptir höfuðmáli, sérstaklega í ljósi ytri aðstæðna.Í fjárhagsáætlun meirihlutans eru lagðar til margar skynsamar tillögur að fjárhag bæjarins á komandi ári. Þó þarf að gæta þess að auknar álögur verði ekki of þung byrði á herðum barnafólks og þeirra tekjulægri og af því höfum við í Vinum Mosfellsbæjar ákveðnar áhyggjur.
Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa ekki haft aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og því taldi fulltrúi Vina Mosfellsbæjar sér ekki fært að greiða atkvæði með fjárhagsáætlun komandi árs.Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar sat því hjá við atkvæðagreiðslu fjárhagsáætlun 2023.
- 1. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1559
Gjaldskrár ársins 2023 lagðar fram. Jafnframt er yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda og uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi gjaldskrám ársins 2023, álagningarforsendum fasteignagjalda og reglum um afslátt af fasteignagjöldum til staðfestingar bæjarstjórnar.
- 30. nóvember 2022
Öldungaráð Mosfellsbæjar #31
Kynning á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 er varðar málefni aldraðra.
Framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mofellsbæjar kynnti fjárhagsáætlun velferðasviðs 2023 er varðar málaflokk eldri borgara og svaraði fyrirspurnum.
- 29. nóvember 2022
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #1
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 9. nóvember lögð fram.
Lagt fram.
- 24. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1558
Lagt er til að fjármagnsliðir fjárhagsáætlunar 2023-2026 verði reiknaðir upp miðað við nýja spá Hagstofu um þróun vísitölu neysluverðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um uppreikning fjármagnsliða fjárhagsáætlunar miðað við nýja spá Hagstofu um þróun vísitölu neysluverðs.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs Mosfellsbæjar fyrir næsta ár, 2023.
Afgreiðsla 413. fundar fræðslunefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs Mosfellsbæjar fyrir næsta ár, 2023.
Afgreiðsla 413. fundar fræðslunefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs Mosfellsbæjar 2023 kynnt fyrir velferðarnefnd.
Afgreiðsla 1. fundar velferðarnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 1. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs Mosfellsbæjar 2023 kynnt fyrir velferðarnefnd.
Afgreiðsla 1. fundar velferðarnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 578. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026
Afgreiðsla 261. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. nóvember 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #232
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir umhverfismál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar
Lagt fram og kynnt.
- 18. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #578
Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fjármagn verði aukið til umhverfissviðs á næstu árum til að koma til móts við þörf á auknum mannafla á sviðinu vegna mikilla uppbyggingaráforma í sveitarfélaginu.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 17. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1557
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 1. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2022
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #261
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026
Fjárhagsáætlun 2023 fyrir fræðslu og frístundarsvið Mosfellsbæjar var lögð fram og kynnt.
- 16. nóvember 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #413
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs Mosfellsbæjar fyrir næsta ár, 2023.
Fjárhagsáætlun 2023 fyrir fræðslusvið Mosfellsbæjar var lögð fram og kynnt.
- 15. nóvember 2022
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #1
Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs Mosfellsbæjar 2023 kynnt fyrir velferðarnefnd.
Lagt fram, kynnt og rætt.
- 15. nóvember 2022
Menningar- og lýðræðisnefnd #1
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 9. nóvember lögð fram og rædd. Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnti.
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lögð fram.
Afgreiðsla 1554. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs, Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
***
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 ásamt greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs þökkuðu starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku aðrir bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsfólks.
***
Bæjarfulltrúar D lista lögðu fram tillögur í níu liðum við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026. Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa tillögunum til umfjöllunar við síðari umræðu um fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar og eftir atvikum til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.***
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem verði 7. desember 2022. - 27. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1554
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 til fyrri umræðu bæjarstjórnar sem fram fer 9. nóvember nk.
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Vinna við fjárhagsáætlun 2023-2026 - dagskrá heimsókna bæjarráðs í stofnanir sveitarfélagsins lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1550. fundar bæjarráðs samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1550
Vinna við fjárhagsáætlun 2023-2026 - dagskrá heimsókna bæjarráðs í stofnanir sveitarfélagsins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2023 til 2026.
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 30. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1540
Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2023 til 2026.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026 í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.