Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. maí 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fram­tíð­ar­skipu­lag Skála­túns202206678

    Viðræður um framtíðarskipulag Skálatúns.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir ein­róma til­lögu um fram­tíð­ar­skip­an rekstr­ar Skála­túns og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi skjöl.

    Bæj­ar­ráð fagn­ar því að nið­ur­staða sé komin um fram­tíð­ar­skip­an rekstr­ar Skála­túns og þakk­ar bæj­ar­stjóra og öðru starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir þeirra miklu og góðu vinnu við lausn máls­ins. Í þeim samn­ing­um sem hér liggja fyr­ir er sér­stak­lega gætt að hags­mun­um íbúa Skála­túns og tryggt að þeir njóti þeirr­ar þjón­ustu og að­bún­að­ar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfs­fólki Skála­túns verð­ur boð­ið áfram­hald­andi starf og er það boð­ið vel­kom­ið í starfs­manna­hóp Mos­fells­bæj­ar.

    Þá vill bæj­ar­ráð einn­ig þakka IOGT, sem rek­ið hef­ur Skála­tún í árarað­ir, inn­viða­ráðu­neyti, jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, mennta- og barna­mála­ráðu­neyti og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fyr­ir þeirra fram­lag til far­sæll­ar lausn­ar á rekstr­ar­vanda Skála­túns.

    Sú fram­tíð­ar­upp­bygg­ing sem ráð­gerð er á svæð­inu með far­sæld barna að leið­ar­ljósi mun opna mikla mögu­leika fyr­ir fram­tíð­ar­þró­un og ný­sköp­un í þjón­ustu við börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur þeirra.

  • 2. Verk­fall starfs­manna­fé­lags Mos­fells­bæj­ar 2023202305236

    Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.

    Far­ið yfir stöðu kjara­samn­ings­við­ræðna við Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar. Lögð fram til­kynn­ing um nið­ur­stöðu at­kvæða­greiðslu fé­lags­manna í Starfs­manna­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar um verk­föll. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að sam­þykkt hef­ur ver­ið verk­falls­boð­un á leik­skól­um, á bæj­ar­skrif­stof­um, íþrótta­mann­virkj­um, sund­laug­um og þjón­ustu­stöð.

    Verk­fall hjá fé­lags­fólki sem starf­ar í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar og á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar er boð­að frá og með mánu­deg­in­um 5. júní til og með mið­viku­dags­ins 5. júlí 2023.

    Hjá fé­lags­fólki sem starf­ar í íþrótta­mann­virkj­um og sund­laug­um Mos­fells­bæj­ar er boð­að ótíma­bund­ið verk­fall frá og með mánu­deg­in­um 5. júní 2023.

    Hjá fé­lags­fólki sem starf­ar í Þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar frá og með mánu­deg­in­um 5. júní til og með laug­ar­dags­ins 17. júní 2023.

    Tíma­bund­in vinnu­stöðvun fé­lags­manna í Starfs­manna­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar sem starfa í leik­skól­um held­ur áfram í þess­ari viku. Verk­föllin hafa mik­il áhrif á starf­semi leik­skóla í bæn­um en í næstu viku verða þrír leik­skól­ar lok­að­ir í einn heil­an dag og tvo hálfa daga auk þess sem starf­semi verð­ur skert í fimm leik­skól­um til við­bót­ar.

    Bæj­ar­stjóri skýrði frá því að Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hafi hald­ið reglu­lega upp­lýs­inga­fundi með fram­kvæmda­stjór­um sveit­ar­fé­lag­anna um stöðu mála.

    Bæj­ar­ráð hef­ur þung­ar áhyggj­ur af stöð­unni og von­ast eft­ir því að að­il­ar nái sam­an sem allra fyrst.

    • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

      Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lagður fram til samþykktar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um við­auka 1 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023-2026. Heild­aráhrif við­auk­ans eru þau að hand­bært fé eykst um 65,5 m.kr., rekstr­arnið­ur­staða hækk­ar um 148,5 m.kr. og fjár­fest­ing­ar hækka um 83 m.kr.

      Gestir
      • Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra
    • 4. Al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga 2023202305270

      Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 lagt fram til kynningar.

      Bréf EFS til allra sveit­ar­fé­laga varð­andi al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga á ár­inu 2023 lagt fram til kynn­ing­ar. Bréf­ið er sent til að upp­lýsa sveit­ar­fé­lög um áherslu­at­rið­ið EFS fyr­ir árið 2023.

    • 5. Lýs­ing á reið­leið um Tungu­bakka202304291

      Umbeðin umsögn umhverfissviðs um lýsingu reiðleiðar um Tungubakka lögð fyrir bæjarráð.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að vinna mál­ið áfram í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sögn og þær ábend­ing­ar sem fram komu á fund­in­um og vís­ar jafn­framt lýs­ingu við reið­leið um Tungu­bakka til vinnslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 6. Leyfi fyr­ir rekstri á stöðvalausri deili­leigu fyr­ir raf­skút­ur í Mos­fells­bæ202305240

        Umsókn Hopp Reykjavík ehf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til nán­ari skoð­un­ar um­hverf­is­sviðs.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 7. Borg­ar­tangi 3, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202305091

        Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur Gististaðir í flokki II-C Minna gistiheimili, að Borgartanga 3.

        Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

      • 8. Skipu­lag skóg­rækt­ar - ábyrgð sveit­ar­stjórna202305115

        Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram.

        Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

      • 9. Til­laga D lista um garðslátt fyr­ir eldri borg­ara og ör­yrkja202305723

        Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.

        Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

      • 10. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um (lækkk­un kosn­inga­ald­urs)202305709

        Frá stjórnskipunar- og nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á kosningarlögum. Umsagnarfrestur er til 26. maí nk.

        Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

      Í lok fund­ar var sam­þykkt að fund­ar­boð og fund­ar­gögn verði send út þriðju­dag­inn 30. maí þar sem mánu­dag­ur er ann­ar í hvíta­sunnu, þrátt fyr­ir að boð­un­ar­frest­ur verði ekki tveir sól­ar­hring­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52