25. maí 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framtíðarskipulag Skálatúns202206678
Viðræður um framtíðarskipulag Skálatúns.
Bæjarráð samþykkir einróma tillögu um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi skjöl.
Bæjarráð fagnar því að niðurstaða sé komin um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns og þakkar bæjarstjóra og öðru starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við lausn málsins. Í þeim samningum sem hér liggja fyrir er sérstaklega gætt að hagsmunum íbúa Skálatúns og tryggt að þeir njóti þeirrar þjónustu og aðbúnaðar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfsfólki Skálatúns verður boðið áframhaldandi starf og er það boðið velkomið í starfsmannahóp Mosfellsbæjar.
Þá vill bæjarráð einnig þakka IOGT, sem rekið hefur Skálatún í áraraðir, innviðaráðuneyti, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir þeirra framlag til farsællar lausnar á rekstrarvanda Skálatúns.
Sú framtíðaruppbygging sem ráðgerð er á svæðinu með farsæld barna að leiðarljósi mun opna mikla möguleika fyrir framtíðarþróun og nýsköpun í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
- FylgiskjalTillaga - þjónusta við íbúa Skálatúns til framtíðar og samningar um nýtingu lands að Skálatúni - uppfært.pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við íbúa Skálatúns - undirritað eintak..pdfFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns-ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - undirritað eintak.pdfFylgiskjalViljayfirlýsing um uppbyggingu í málefnum barna - undirritað eintak.pdfFylgiskjalSamkomulag ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna og Skálatúns.pdf
2. Verkfall starfsmannafélags Mosfellsbæjar 2023202305236
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Farið yfir stöðu kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar. Lögð fram tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar um verkföll. Í tilkynningunni kemur fram að samþykkt hefur verið verkfallsboðun á leikskólum, á bæjarskrifstofum, íþróttamannvirkjum, sundlaugum og þjónustustöð.
Verkfall hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum Mosfellsbæjar og á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar er boðað frá og með mánudeginum 5. júní til og með miðvikudagsins 5. júlí 2023.
Hjá félagsfólki sem starfar í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar er boðað ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 5. júní 2023.
Hjá félagsfólki sem starfar í Þjónustustöð Mosfellsbæjar frá og með mánudeginum 5. júní til og með laugardagsins 17. júní 2023.
Tímabundin vinnustöðvun félagsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar sem starfa í leikskólum heldur áfram í þessari viku. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi leikskóla í bænum en í næstu viku verða þrír leikskólar lokaðir í einn heilan dag og tvo hálfa daga auk þess sem starfsemi verður skert í fimm leikskólum til viðbótar.
Bæjarstjóri skýrði frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi haldið reglulega upplýsingafundi með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna um stöðu mála.
Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af stöðunni og vonast eftir því að aðilar nái saman sem allra fyrst.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026. Heildaráhrif viðaukans eru þau að handbært fé eykst um 65,5 m.kr., rekstrarniðurstaða hækkar um 148,5 m.kr. og fjárfestingar hækka um 83 m.kr.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra
4. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2023202305270
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 lagt fram til kynningar.
Bréf EFS til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 lagt fram til kynningar. Bréfið er sent til að upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2023.
5. Lýsing á reiðleið um Tungubakka202304291
Umbeðin umsögn umhverfissviðs um lýsingu reiðleiðar um Tungubakka lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að vinna málið áfram í samræmi við fyrirliggjandi umsögn og þær ábendingar sem fram komu á fundinum og vísar jafnframt lýsingu við reiðleið um Tungubakka til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
6. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ202305240
Umsókn Hopp Reykjavík ehf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til nánari skoðunar umhverfissviðs.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Borgartangi 3, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202305091
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur Gististaðir í flokki II-C Minna gistiheimili, að Borgartanga 3.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
8. Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna202305115
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
9. Tillaga D lista um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja202305723
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
10. Frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum (lækkkun kosningaaldurs)202305709
Frá stjórnskipunar- og nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á kosningarlögum. Umsagnarfrestur er til 26. maí nk.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
Í lok fundar var samþykkt að fundarboð og fundargögn verði send út þriðjudaginn 30. maí þar sem mánudagur er annar í hvítasunnu, þrátt fyrir að boðunarfrestur verði ekki tveir sólarhringar.