Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. nóvember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
  • Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir formaður fræðslunefndar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vett­vangs- og kynn­is­ferð­ir fræðslu­nefnd­ar 2022 - 2026202208563

    Heimsókn fræðslunefndar í Kvíslarskóla.

    Fræðslu­nefnd heim­sótti Kvísl­ar­skóla og kynnti sér áherslu­mál skól­ans og skoð­aði hús­næð­ið og yf­ir­stand­andi fram­kvæmd­ir. Fræðslu­nefnd þakk­ar góð­ar mót­tök­ur.

    Gestir
    • Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri Kvíslarskóla
    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

      Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs Mosfellsbæjar fyrir næsta ár, 2023.

      Fjár­hags­áætlun 2023 fyr­ir fræðslu­svið Mos­fells­bæj­ar var lögð fram og kynnt.

      • 3. Til­laga B, C og S lista um hinseg­in fræðslu í Mos­fells­bæ202211093

        Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.

        Fræðslu­svið, í sam­vinnu við bæj­ar­stjóra, skóla­stjórn­end­ur og aðra hag­að­ila, mun gera áætlun um mark­vissa fræðslu um hinseg­in mál­efni. Leitað verð­ur til Sam­tak­anna 78 og ann­arra að­ila sem eru að vinna að þessu mál­efni við gerð áætl­un­ar­inn­ar. Áætl­un­in verð­ur kynnt í fræðslu­nefnd þeg­ar hún ligg­ur fyr­ir.

        Gestir
        • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
        Full­trúi grunn­skóla­kenn­ara vék af fundi eft­ir þenn­an lið.
      • 4. Er­indi frá stjórn for­eldra­fé­lags Lága­fells­skóla202210392

        Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um að setja er­ind­ið með af­brigð­um á dagskrá.

        Innsent erindi frá stjórn foreldrafélags Lágafelsskóla um úrbætur á skólalóðinni.

        Fræðslu­nefnd þakk­ar for­eldra­fé­lagi Lága­fells­skóla fyr­ir mál­efna­legt og vel unn­ið er­indi. Gert er ráð fyr­ir fjár­magni í eldri skóla­lóð­ir á næsta ári í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur ver­ið lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Fræðslu­nefnd legg­ur áherslu á að vönd­uð hönn­un­ar­vinna á lóð­un­um fari fram í sam­vinnu við hag­að­ila áður en haf­ist verð­ur handa við fram­kvæmd­ir.
        Er­ind­inu vísað til bæj­ar­ráðs vegna seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun.
        Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að óska eft­ir kynn­ingu á stöðu skóla­lóða frá Um­hverf­is­sviði.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30