16. nóvember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir formaður fræðslunefndar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026202208563
Heimsókn fræðslunefndar í Kvíslarskóla.
Fræðslunefnd heimsótti Kvíslarskóla og kynnti sér áherslumál skólans og skoðaði húsnæðið og yfirstandandi framkvæmdir. Fræðslunefnd þakkar góðar móttökur.
Gestir
- Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri Kvíslarskóla
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs Mosfellsbæjar fyrir næsta ár, 2023.
Fjárhagsáætlun 2023 fyrir fræðslusvið Mosfellsbæjar var lögð fram og kynnt.
3. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ202211093
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Fræðslusvið, í samvinnu við bæjarstjóra, skólastjórnendur og aðra hagaðila, mun gera áætlun um markvissa fræðslu um hinsegin málefni. Leitað verður til Samtakanna 78 og annarra aðila sem eru að vinna að þessu málefni við gerð áætlunarinnar. Áætlunin verður kynnt í fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
4. Erindi frá stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla202210392
Samþykkt með fjórum atkvæðum að setja erindið með afbrigðum á dagskrá.Innsent erindi frá stjórn foreldrafélags Lágafelsskóla um úrbætur á skólalóðinni.
Fræðslunefnd þakkar foreldrafélagi Lágafellsskóla fyrir málefnalegt og vel unnið erindi. Gert er ráð fyrir fjármagni í eldri skólalóðir á næsta ári í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fræðslunefnd leggur áherslu á að vönduð hönnunarvinna á lóðunum fari fram í samvinnu við hagaðila áður en hafist verður handa við framkvæmdir.
Erindinu vísað til bæjarráðs vegna seinni umræðu um fjárhagsáætlun.
Samþykkt með 5 atkvæðum að óska eftir kynningu á stöðu skólalóða frá Umhverfissviði.