Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. nóvember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
  • Helga Möller (HM) aðalmaður
  • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
  • Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
  • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
  • Auður Halldórsdóttir ritari

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

    Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.

    Drög að fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023-2026 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 9. nóv­em­ber lögð fram og rædd. Auð­ur Hall­dórs­dótt­ir for­stöðu­mað­ur bóka­safns og menn­ing­ar­mála kynnti.

  • 2. Sam­þykkt fyr­ir menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd202211061

    Ný samþykkt fyrir menningar- og lýðræðisnefnd lögð fram.

    Ný sam­þykkt fyr­ir menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd lögð fram og rædd.

  • 3. Til­laga D lista í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd um starf­semi Hlé­garðs202211162

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og nýsköpunarnefnd um starfsemi Hlégarðs.

    Lögð fram til­laga full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd um starf­semi Hlé­garðs.

    Til­lög­unni synjað með þrem­ur at­kvæð­um B og S lista gegn tveim­ur at­kvæð­um D lista.

    Bók­un B og S lista:
    Eins og fram kem­ur í til­lögu full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í menn­ing­ar- og lýð-ræð­is­nefnd ligg­ur ekki fyr­ir hvaða starf­semi hús­ið á að hýsa og hver á að sjá um rekst­ur þess. Sú stefnu­mót­un er yf­ir­stand­andi og því ekki tíma­bært að taka af­stöðu til fyr­ir­liggj­andi til­lögu fyrr að þeirri vinnu lok­inni.

  • 4. Til­laga Vina Mos­fells­bæj­ar um opn­un safns í Mos­fells­bæ202211179

    Lögð fram tillaga fulltrúa Vina Mosfellsbæjar í menningar- og lýðræðisnefnd um grundvöll þess að ræða möguleika á opnun safns sem gerir sögu Mosfellsbæjar hátt undir höfði.

    Lögð fram til­laga full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar í menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd um grund­völl þess að ræða mögu­leika á opn­un safns sem ger­ir sögu Mos­fells­bæj­ar hátt und­ir höfði.

    Til­lög­unni synjað með þrem­ur at­kvæð­um B og S lista gegn tveim­ur at­kvæð­um D lista.

    Bók­un B og S lista:
    Í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem sam­þykkt var árið 2020 er eitt verk­efna að skoða mögu­leik­ann að koma upp vísi að söfn­um sem gerðu skil sögu ull­ar og her­náms í því sem áður var í Mos­fells­sveit. Í að­gerðaráætlun sem fylg­ir stefn­unni er lagt til að þessi vinna fari fram í lok gild­is­tíma stefn­unn­ar sem er eft­ir mitt ár 2024.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42