Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. nóvember 2022 kl. 16:32,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
 • Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
 • Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
 • Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) áheyrnarfulltrúi
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Sam­þykkt fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd lögð fram.202211062

  Samþykkt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd lögð fram.

  Ný­stofn­uð At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd fagn­ar því að geta haf­ist handa við þá vinnu sem framund­an er í þágu Mos­fells­bæj­ar í at­vinnu­mál­um og ný­sköp­un. Þess­ir mik­il­vægu mála­flokk­ar munu fá auk­ið vægi með til­komu þess­ar­ar nefnd­ar.

  • 2. At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefna202211413

   Undirbúningur gagnaöflunar vegna vinnu við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu.

   Nefnd­in ræddi fyr­ir­hug­aða vinnu við stefnu­mót­un og voru full­trú­ar sam­mála um mik­il­vægi þess að ráð­ast í hana sem fyrst. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að fela starfs­manni nefnd­ar­inn­ar að hefja gagna­öflun varð­andi nú­ver­andi at­vinnu­rekst­ur í sveit­ar­fé­lag­inu. Er það nauð­syn­legt fyrsta skref fyr­ir þá vinnu sem framund­an til að full­trú­ar nefnd­ar­inn­ar verði vel upp­lýst­ir um stöðu mála í þeim efn­um. Því til við­bót­ar ósk­ar nefnd­in eft­ir að fá grein­ar­góða kynn­ingu á at­vinnusvæð­um sveit­ar­fé­lags­ins, ásamt þeim áform­um sem liggja fyr­ir sam­kvæmt nú­gild­andi að­al­skipu­lagi. Of­an­greint verði kynnt á næsta fundi at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar.

   • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

    Drög að fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023-2026 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 9. nóv­em­ber lögð fram.

    Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:26