30. nóvember 2022 kl. 16:15,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
- Þorsteinn Birgisson (ÞB) aðalmaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á velferðarsviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Kynning á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 er varðar málefni aldraðra.
Framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mofellsbæjar kynnti fjárhagsáætlun velferðasviðs 2023 er varðar málaflokk eldri borgara og svaraði fyrirspurnum.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
2. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála202201442
Ráðið fjallar um niðurstöður rýnihópa Gallup vegna þjónustu við aldraða í Mosfellsbæ.
Framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar kynnti niðurstöður rýnihópa Gallups vegna þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ. Ráðið leggur áherslu á að framkvæmd verði þjónustukönnun fyrir eldri borgara á árinu 2023. Til hliðsjónar verði nýtt tillaga öldungaráðs um efnisatriði könnunarinnar.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
3. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs202110122
Farið yfir helstu þjónustuþætti sem veittir eru frá Eirhömrum.
Öldungaráð leggur til að farið verði í heimsókn á Eirhamra á næsta fundi öldungaráðs.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
4. Starfsemi Hlégarðs202209150
Öldungaráð ræðir afnot af Hlégarði fyrir félags- og menningarstarf eldri borgara.
Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar hóf umræðu um stöðu samninga Hlégarðs við rekstraraðila og aðkomu Félags aldraðra í Mosfellsbæ að Hlégarði.
Gestir
- Arnar Jónsson
5. Starfsáætlun öldungaráðs 2022-2026202208714
Drög að tímasetningu funda öldungaráðs árið 2023 lögð fram og gerð áætlun um áherslupunkta úr stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara.
Öldungaráð samþykkir starfsáætlun öldungaráðs 2023 er varðar fundartíma þess árs.