Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. júní 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
 • Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptasviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. 5. áfangi Helga­fells­hverf­is - út­hlut­un lóða202212063

  Tillaga um úthlutun lóða í fyrri hluta úthlutunar við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um út­hlut­un lóða í fyrri hluta út­hlut­un­ar við Úu­götu gegn greiðslu þeirra fjár­hæða sem fram koma í til­boð­um til­boðs­gjafa. Að þeim greidd­um er bæj­ar­lög­manni fal­ið að gera lóða­leigu­samn­inga við við­kom­andi að­ila.

  Út­hlut­un verði sem hér seg­ir:

  Úu­götu 2-4 verði út­hlutað til Ölmu íbúða­fé­lags hf. (kr. 271.100.000,-)

  Eft­ir­töld­um lóð­um verði út­hlutað til Gerð­ar ehf:
  Úugata 6-8 (kr. 266.100.000,-)
  Úugata 3-9 (kr. 81.600.000,-)
  Úugata 11-15 (kr. 61.200.000,-)
  Úugata 17-21 (kr. 61.200.000,-)

  Eft­ir­töld­um lóð­um verði út­hlutað til Páls­son apart­ments ehf:
  Úugata 14-18 (kr. 61.200.000,-)
  Úugata 20-24 (kr. 61.200.000,-)

  Úu­götu 26-32 verði út­hlutað til Umbrella ehf að upp­fyllt­um skil­yrð­um út­hlut­un­ar­skil­mála um hæfi til­boðs­gjafa (kr. 87.360.000,-)

  Úu­götu 34-40 verði út­hlutað til Lands­lagna ehf. (kr. 92.254.555,-)

  • 2. Staða inn­leið­ing­ar á nýju skipu­riti202210483

   Upplýsingar um stöðu á innleiðingu nýs skipurits.

   Bæj­ar­stjóri og starf­andi mannauðs­stjóri kynntu stöðu á inn­leið­ingu nýs skipu­rits.

   Gestir
   • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
   • 3. Samn­ing­ur um barna­vernd­ar­þjón­ustu 2023-2026202303368

    Samkomulag milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um barnaverndarþjónustu lagt fram til samþykktar við síðari umræðu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­komulag milli Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps um barna­vernd­ar­þjón­ustu við síð­ari um­ræðu.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
   • 4. Samn­ing­ur um fé­lags­þjón­ustu og þjón­ustu við fatlað fólk 2023-2026202303367

    Samkomulag milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um félagsþjónustu við fatlað fólk lagt fram til afgreiðslu við síðari umræðu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­komulag milli Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps um fé­lags­þjón­ustu og þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir, við síð­ari um­ræðu.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
   • 5. Kvik­mynda­fé­lag­ið Umbi, Mel­kot, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202305862

    Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðir í flokki II - C minna gistiheimili í Melkoti.

    Bæj­ar­ráð get­ur ekki fall­ist á að veita já­kvæða um­sögn um rekstr­ar­leyfi fyr­ir rekst­ur gisti­stað­ar í flokki II-C minna gisti­heim­ili í Mel­koti með vís­an til at­huga­semda sem fram koma í um­sögn bygg­ing­ar­full­trúa um að áform sam­ræm­ist ekki sam­þykkt­um teikn­ing­um.

    Beiðni um já­kvæða um­sögn er synjað með 5 at­kvæð­um.

   • 6. Selja­dals­veg­ur 4 - Kæra til ÚÚA vegna ákvörð­un­ar um út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is202304042

    Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.

    Lagt fram.

    • 7. Til­laga D lista um garðslátt fyr­ir eldri borg­ara og ör­yrkja202305723

     Umbeðin umsögn fræðslu- og frístundasviðs lögð fram til kynningar.

     Með vís­an til um­sagn­ar fræðslu- og frí­stunda­sviðs synj­ar bæj­ar­ráð fyr­ir­liggj­andi til­lögu með 3 at­kvæð­um. Full­trú­ar D lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

     Bók­un B, S og C lista:

     Í fyr­ir­liggj­andi mati fræðslu- og frí­stunda­sviðs kem­ur fram að til þess að geta veitt aukna þjón­ustu þarf að fjölga flokks­stjór­um, bæta tækja­kost og tryggja að­gengi að bíl. Til­lög­unni fylg­ir því kostn­að­ur sem ekki er gert ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun. Þar að auki starf­ar vinnu­skól­inn að­eins í 8 vik­ur á sumri sem tak­mark­ar enn get­una til að auka þjón­ust­una.
     Það er því nið­ur­staða okk­ar að ekki sé hægt að fallast á fyr­ir­liggj­andi til­lögu.
     Að öðru leyti vís­um við til fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs og fyrri bókun­ar í bæj­ar­ráði þann 1. júní 2023

     Bók­un D-lista:
     Til­laga full­trúa D-lista snýst um að auka við þjón­ustu sem nú þeg­ar er veitt af sveit­ar­fé­lag­inu.
     Með aukn­ingu á þjón­ustu var ekki átt við fjár­fest­ingu á tækj­um eða fjölg­un á mannskap held­ur aukn­ingu á nú­ver­andi þjón­ustu og hægt væri með þeim tækja­bún­aði og mannskap sem þeg­ar er til stað­ar.
     Það er því mið­ur að meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar skuli fella til­lög­una á röng­um for­send­um.

     Gestir
     • Edda Davíðsdóttir, fræðslu- og frístundasvið
    • 8. Starf­semi og rekst­ur Hlé­garðs202301430

     Óskað er heimildar bæjarráðs að stofnað verði B-hluta fyrirtæki um starfsemi og rekstur Hlégarðs.

     D-listi legg­ur fram eft­ir­far­andi til­lögu:

     Full­trú­ar D-lista leggja til að veit­inga­sölu og starf­manna­haldi í rekstri Hlé­garðs verði út­hýst og gerð­ur samn­ing­ur við einka­að­ila um þann hluta rekst­urs­ins.

     Full­trú­ar D-lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni en full­trú­ar B, C og S lista greiddu at­kvæði gegn henni.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um B, C og S lista að heim­ila að stofn­að verði B-hluta fyr­ir­tæki um starf­semi og rekst­ur Hlé­garðs. Þjón­ustu- og sam­skipta­deild og fjár­mála­deild er fal­ið að und­ir­búa stofn­un B-hluta fyr­ir­tæk­is og afla til­skil­inna leyfa. Full­trú­ar D lista greiddu at­kvæði gegn til­lög­unni.

     Full­trú­ar B, C og S lögðu fram eft­ir­far­andi bók­un:
     Meiri­hluti B, S og C lista fagn­ar því hve öfl­ug og vax­andi starf­semi hef­ur ver­ið í Hlé­garði und­an­farna mán­uði. Til­gang­ur­inn með því að taka Hlé­garð aft­ur heim var ein­mitt að efla starf­sem­ina og opna hana fyr­ir Mos­fell­ing­um og öðr­um gest­um.
     Fyr­ir ligg­ur rök­stutt mat emb­ætt­is­manna um að heppi­leg­asta leið­in varð­andi rekst­ur húss­ins sé að stofna B-hluta fé­lag sem ætlað er að halda utan um alla tekju­öflun Hlé­garðs og þann kostn­að sem til fell­ur vegna við­burða­halds. Sett verð­ur sér­stök gjaldskrá þar sem þess verð­ur gætt að leigu­verð sé í sam­ræmi við mark­aðsverð í þeim til­vik­um þar sem starf­semi og/eða við­burð­ur telst vera í sam­keppni við einka­að­ila. Með því að setja rekst­ur­inn inn í B-hluta fé­lag er hann að­skil­inn frá ann­arri starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins og hef­ur ekki áhrif á hana.

     D-listi lagði fram eft­ir­far­andi bók­un:
     Lýð­heilsu­bær­inn Mos­fells­bær á ekki að standa að veit­inga­sölu í Hlé­garði í sam­keppni við einka­að­ila í veit­ing­a­rekstri í bæn­um.
     Af þeirri ástæðu kjósa full­trú­ar D-lista á móti stofn­un B hluta fyr­ir­tæk­is sem sæi um vín­veit­ing­sölu í sam­keppni við einka­aðlila.

     Gestir
     • Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra
     • 9. Enduráætluð fram­lög Jöfn­un­ar­sjóðs vegna mála­flokks fatl­aðs fólks202206736

      Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs til málaflokks fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.

      Anna María Ax­els­dótt­ir, stað­gengill fjár­mála­stjóra, kynnti áhrif enduráætl­un­ar Jöfn­un­ar­sjóðs á fram­lög­um til mála­flokks fatl­aðs fólks á fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar.

      Gestir
      • Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra
     • 10. Ósk um breyt­ingu á sam­komu­lagi um upp­bygg­ingu IV. áfanga Helga­fells­hverf­is202304518

      Viðauki við uppbyggingarsamkomulag IV. áfanga Helgafellshverfis lagður fyrir til afgreiðslu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka við upp­bygg­ing­ar­sam­komulag um IV. áfanga Helga­fells­hverf­is sem varð­ar upp­bygg­ingu á hag­stæð­um íbúð­um við Huldu­götu 2-4 og 6-8 fyr­ir ungt fólk og efnam­inni ein­stak­linga sem fall­ið geta und­ir reglu­gerð HMS um hlut­deild­ar­lán. Jafn­framt er bæj­ar­stjóra fal­ið að und­ir­búa vilja­yf­ir­lýs­ingu milli Mos­fells­bæj­ar, HMS og Bakka um upp­bygg­ing­una.

     • 11. Hleðslu­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202202023

      Í kjölfar útboðs er lagt til að bæjarráð heimili að gengið verði til samningaviðræðna við fjóra aðila um uppsetningu hverfahleðslustöðva í Mosfellsbæ, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna sé uppfyllt.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að hefja samn­inga­við­ræð­ur í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu að því gefnu að skil­yrði út­boðs­ganga séu upp­fyllt.

      Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

      Gestir
      • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
     • 12. Til­nefn­ing í skóla­nefnd Borg­ar­holts­skóla202108939

      Lagt er til að nýr aðalfulltrúi verði tilnefndur af hálfu Mosfellsbæjar í skólanefnd Borgarholtsskóla í kjölfar óskar aðalfulltrúa að láta af störfum.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að til­nefna Lovísu Jóns­dótt­ur sem að­al­full­trúa í skóla­nefnd Borg­ar­holts­skóla og El­ínu Önnu Gísla­dótt­ur sem varamann.

      • 13. Til­laga D lista - svið við áhorf­enda­brekku Ála­fosskvos­ar202306599

       Tillaga D lista um að farið verði í viðræður við handverksverkstæðið Ásgarð í Mosfellsbæ um hönnun og smíði á sviði fyrir framan áhorfendabrekku í Álafosskvos í samstarfi við umhverfissvið Mosfellsbæjar.

       Máls­með­ferð­ar­til­laga meiri­hluta í bæj­ar­ráði:
       Starfs­menn Mos­fells­bæj­ar á sviði menn­ing­ar­mála hafa um nokk­urt skeið unn­ið að und­ir­bún­ingi til­lögu til menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um að fela Ás­garði hönn­un og smíði sviðs sem unnt væri að nota í Ála­fosskvos og víð­ar í bæn­um. Í þeirri vinnu hef­ur sér­stak­lega ver­ið lagð­ur til grund­vall­ar sá mögu­leiki að ein­ing­ar geti myndað mis­jafn­lega stórt svið sem unnt verði að setja á steypt, hellu­lagt eða þjapp­að und­ir­lag og þá víð­ar en í Ála­fosskvos. Fyr­ir ligg­ur að næstu skref í þeirri vinnu er m.a. sam­tal við Ás­garð, íbúa í hverf­inu auk teng­ing­ar við verk­efn­ið vernd­ar­svæði í byggð í Ála­fosskvos.

       Lagt er til að for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar verði fal­ið að halda áfram fram­an­greindri vinnu og geri til­lögu til menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um næstu skref varð­andi smíði sviðs til notk­un­ar við há­tíð­ar­höld og menn­ing­ar­við­burði í Mos­fells­bæ.

       Til­lag­an er sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

      Fundargerð

      Fundargerðir til kynningar

      • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 500202306021F

       Fund­ar­gerð 500. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

       • 16.1. Bjark­ar­holt 17-29 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202306153

        Hús­fé­lag Bjark­ar­holts 25-29 sæk­ir um leyfi til að byggja úr gleri og málmi svala­lok­an­ir á fjöl­býl­is­hús­um nr. 25, 27 og 29 á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 11-29 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 500. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs.

       • 16.2. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103381

        BF17 ehf. Bílds­höfða 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér ný milli­loft í rým­um 0101, 0102, 0104, 0105, 0107, 0108 og 0109. Stækk­un sam­tals 289,8 m².

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 500. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs.

       • 16.3. Desja­mýri 2 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202301462

        Matth­ías Bogi Hjálm­týs­son Vest­ur­fold 40 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 500. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs.

       • 16.4. Desja­mýri 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202305851

        HDE ehf. Þórð­ar­sveig 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr lím­tré og sam­loku­ein­ing­um at­vinnu­hús­næði á lóð­inni Desja­mýri nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 1.799,6 m², 11.982,7 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 500. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs.

       • 16.5. Skelja­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202304369

        Henný Rut Krist­ins­dótt­ir Skelja­tanga 10 sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús við­bygg­ingu úr timbri á lóð­inni Skelja­tangi nr. 10 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un: Íbúð 42,3 m², 103,6 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 500. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs.

       • 17. Fund­ar­gerð 412. fund­ar Sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna202306532

        Fundargerð 412. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 412. fund­ar sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 18. Fund­ar­gerð 413. fund­ar Sam­starfs­nefnda skíða­svæð­anna202306533

        Fundargerð 413. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 413. fund­ar sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 19. Fund­ar­gerð 481. fund­ar Sorpu bs.202306536

        Fundargerð 481. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 481. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 20. Fund­ar­gerð 371. fund­ar Strætó bs202306449

        Fundargerð 371. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 371. fund­ar Strætó bs lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 21. Fund­ar­gerð 929. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202306482

        Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram tilkynningar.

        Fund­ar­gerð 929. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 22. Fund­ar­gerð 482. fund­ar Sorpu bs.202306537

        Fundargerð 482. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 482. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 23. Fund­ar­gerð 930. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202306483

        Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram tilkynningar.

        Fund­ar­gerð 930. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til­kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 24. Fund­ar­gerð 42. eig­enda­fund­ar Sorpu bs.202306531

        Fundargerð 42. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 42. eig­enda­fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       • 25. Fund­ar­gerð 414. fund­ar Sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna202306535

        Fundargerð 414. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 414. fund­ar sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna lögð fram til kynn­ing­ar á 1586. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00