Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

    Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lögð fram.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa drög­um að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026 til fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar sem fram fer 9. nóv­em­ber nk.

    Gestir
    • Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
    • Sævar Birgisson, bæjarfulltrúi
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • Tómas G. Gíslason, staðgengill framkvæmdastjóra umhverfissviðs
    • 2. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2022202201034

      Tillaga um framlengingu lánasamnings við Arion banka.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka við láns­samn­ing við Ari­on banka hf. um fram­leng­ingu láns­samn­ings að fjár­hæð 500 m.kr. sem gild­ir til 20. nóv­em­ber 2023. Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita við­auk­ann fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • 3. Stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt202210483

      Tillaga um að unnin verði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að unn­in verði stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt á starf­semi Mos­fells­bæj­ar. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­búa mál­ið í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

      Bók­un bæj­ar­ráðs­full­trúa D lista:
      Hjá Mos­fells­bæ starf­ar hæft og metn­að­ar­fullt starfs­fólk sem hef­ur það að mark­miði að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Lögð er áhersla á góða stjórn­sýslu með já­kvæðni, metn­aði og fram­sækni að leið­ar­ljósi. Rekstr­ar og kostn­að­ar áætlan­ir standast mjög vel og hafa gert í mörg ár og fjöl­breytt­ur rekst­ur bæj­ar­ins og stofn­ana hans eru unn­ar af mik­illi fag­mennsku, metn­aði og ábyrgð.

      Með stækk­un bæj­ar­fé­lags­ins og sí­fellt auk­inni þjón­ustu hafa ver­ið gerð­ar mikl­ar breyt­ing­ar und­an­farin ár til að gera stjórn­sýsl­una gagn­særri, auka lýð­ræði og efla sta­f­ræn­ar lausn­ir svo dæmi séu tekin.

      Breyt­ing­ar eru framund­an í mik­il­væg­um mála­flokk­um sveit­ar­fé­lags­ins vegna laga- og reglu­gerð­ar­breyt­inga. Í til­lögu meiri­hlut­ans varð­andi stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt kem­ur fram að til­gang­ur út­tekt­ar­inn­ar sé að fá fram mat á nú­ver­andi stöðu sveit­ar­fé­lags­ins og leiða fram hvern­ig stjórn­sýsla Mos­fells­bæj­ar virk­ar í dag gagn­vart íbú­um, stofn­un­um bæj­ar­ins, hags­muna­að­il­um, kjörn­um full­trú­um og starfs­fólki.

      Til­lög­ur að um­bót­um sem koma fram í út­tekt­inni eiga að vera til þess falln­ar að efla starf­semi bæj­ar­ins. Þrátt fyr­ir þá góðu og metn­að­ar­fullu vinnu sem nú fer fram hjá starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar má alltaf gera bet­ur og rýna til gagns.

      Með vís­an í of­an­greint styðja bæj­ar­ráðs­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Mos­fells­bæ til­lögu um stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt í Mos­fells­bæ.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • 4. Ágóða­hluta­greiðsla EBÍ 2022202210467

      Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2022.

      Bréf Eign­ar­halds­fé­lags­ins Bruna­bóta­fé­lag Ís­lands þar sem fram kem­ur að ágóða­hluti Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2022 er að fjár­hæð kr. 1.082.500 lagt fram.

      Bæj­ar­ráð tel­ur mik­il­vægt að fram­lag Eign­ar­halds­fé­lags Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands sé nýtt í þágu góðra verk­efna í Mos­fells­bæ og fel­ur bæj­ar­stjóra að koma með til­lögu þar að lút­andi í bæj­ar­ráð. Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um, bæj­ar­ráðs­full­trúi D lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    • 5. Drög að frum­varpi til laga um breyt­ingu á skipu­lagslög­um202210468

      Erindi Innviðaráðuneytis þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til laga um breytingar á skipulagslögum í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 6. nóvember 2022.

      Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.