27. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 til fyrri umræðu bæjarstjórnar sem fram fer 9. nóvember nk.
Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Sævar Birgisson, bæjarfulltrúi
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Tómas G. Gíslason, staðgengill framkvæmdastjóra umhverfissviðs
2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2022202201034
Tillaga um framlengingu lánasamnings við Arion banka.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við lánssamning við Arion banka hf. um framlengingu lánssamnings að fjárhæð 500 m.kr. sem gildir til 20. nóvember 2023. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt202210483
Tillaga um að unnin verði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að unnin verði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar. Bæjarstjóra er falið að undirbúa málið í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
Bókun bæjarráðsfulltrúa D lista:
Hjá Mosfellsbæ starfar hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu. Lögð er áhersla á góða stjórnsýslu með jákvæðni, metnaði og framsækni að leiðarljósi. Rekstrar og kostnaðar áætlanir standast mjög vel og hafa gert í mörg ár og fjölbreyttur rekstur bæjarins og stofnana hans eru unnar af mikilli fagmennsku, metnaði og ábyrgð.
Með stækkun bæjarfélagsins og sífellt aukinni þjónustu hafa verið gerðar miklar breytingar undanfarin ár til að gera stjórnsýsluna gagnsærri, auka lýðræði og efla stafrænar lausnir svo dæmi séu tekin.
Breytingar eru framundan í mikilvægum málaflokkum sveitarfélagsins vegna laga- og reglugerðarbreytinga. Í tillögu meirihlutans varðandi stjórnsýslu- og rekstrarúttekt kemur fram að tilgangur úttektarinnar sé að fá fram mat á núverandi stöðu sveitarfélagsins og leiða fram hvernig stjórnsýsla Mosfellsbæjar virkar í dag gagnvart íbúum, stofnunum bæjarins, hagsmunaaðilum, kjörnum fulltrúum og starfsfólki.
Tillögur að umbótum sem koma fram í úttektinni eiga að vera til þess fallnar að efla starfsemi bæjarins. Þrátt fyrir þá góðu og metnaðarfullu vinnu sem nú fer fram hjá starfsfólki Mosfellsbæjar má alltaf gera betur og rýna til gagns.
Með vísan í ofangreint styðja bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ tillögu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ.Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
4. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2022202210467
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2022.
Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þar sem fram kemur að ágóðahluti Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 er að fjárhæð kr. 1.082.500 lagt fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að framlag Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands sé nýtt í þágu góðra verkefna í Mosfellsbæ og felur bæjarstjóra að koma með tillögu þar að lútandi í bæjarráð. Samþykkt með fjórum atkvæðum, bæjarráðsfulltrúi D lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum202210468
Erindi Innviðaráðuneytis þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til laga um breytingar á skipulagslögum í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 6. nóvember 2022.
Lagt fram.